Gripla - 01.01.1980, Page 139
134
GRIPLA
konu líkneski, efst var andlit með skýrum dráttum, reglulegum og
virðulegum, og niður eftir mótaði fyrir öðrum líkamshlutum allt niður
á tær. Virtist okkur þessi sýn taka af allan efa um fjallið.
Við héldum áfram ferðinni í hægðum okkar og gáfum konunni auga,
leið nokkur stund áður en hún hvarf með öllu.
Okkur hafði strax flogið í hug að þarna lægi konan sem fjallið drægi
nafn af. En hvers vegna spákona? Hefði ekki fremur mátt vænta þess
að slík konumynd, svo risastór, væri kölluð tröllkona eða skessa, her-
kona, kerling, gýgur eða stórkona, jafnvel að fjallið hefði verið kennt
við Þóreyju, Þórdísi eða Þóru, sem allar má finna í fjallaheitum og
kunna að hafa verið nöfn tröllkvenna?
í fornsögum merkja orðin spákona og völva hið sama, en frum-
merking sagnorðsins að spá er að sjá og horfa á, og spákona þá sú sem
sér fram í tímann og segir fyrir örlög manna og líf, eins og stendur í
Olafs sögu helga í Flateyjarbók. Skyldi frummerkingin sjáandi kona
hafa verið til í máli manna á landnámsöld?
Ekki skal eg hætta mér lengra út á hálan ís, en þarna liggur konan á
fjallinu og horfir útnorður í haf eins og hún vænti einhvers — eða er
hún að gá til veðurs?
Eftir að þetta var skrifað átti eg tal við Þórhall Vilmundarson um
nafnið Spákonufell, og kom þá upp að hann hafði minnst á þetta efni
í fyrirlestri fyrir nokkrum árum. Hann hafði þá getið þess til að spá
væri í frummerkingu sinni, að sjá (langt frá sér) og horfa á, sbr. þýska
sagnorðið spahen og danska spejde, sem eru af sömu rót, — í ýmisum
örnefnum sem byrja á spá: Spátind á Upplöndum í Noregi og Spáar-
klettur í Færeyjum, — og auk þess annað Spákonufell milli Kolla-
fjarðar og Steingrímsfjarðar. Spáfell* taldi Þórhallur hafa getað breytst
í Spákonufell þá er frummerking fyrra liðs hefði verið farin að fyrnast
og fólk þá leitað skýringar á nafninu eða bætt um af ímyndunarafli
sínu. Hitt hefði og getað stuðlað að þeirri þróun, að menn hefðu þótst
sjá konumynd á fjallinu.
Eftirtaldir menn hafa allir komið eitthvað við sögu ritsmíðarinnar,
og á eg þeim að þakka merkilegan fróðleik og margvíslegar ábendingar:
Jón Helgason, Jón Samsonarson, Lúðvík Kristjánsson, Reynir Davíðs-
son, Sigfús Haukur Andrésson, Sigurður Björnsson, Stefán Karlsson,
Steindór Árnason, Sveinbjörn Rafnsson og Þórhallur Vilmundarson.