Gripla - 01.01.1980, Page 141
136
GRIPLA
í biblíutilvitnanasafni Kirbys4 er engar þýðingar að finna á versun-
um Matth. 7.3-5 eða Lúk. 6.41-42, en í Nýjatestamentis-þýðingu Odds
Gottskálkssonar (1540) er þýðing fyrmefndu versanna á þessa leið:
enn huad sier þu augn i auga brodr þins/ og at þeim vagli sem er
i sialfs þins auga gair þu ecki/ eda huernen dirfirst þu at seigia
brodr þinum/ broder leyf at eg dragi vt augnina af auga þino/ og
Sia! at vagl er þo i sialfs þins auga/ þu hræsnare/ drag fyrst vt
vaglinn af þinu auga/ og gef þa gætr at/ at þu faer vt dregit
augnina af þins brodurs auga.
Texti Lúk. 6.41-42 í þýðingu Odds er svipaður að orðalagi, og í
honum em orðin ‘ögn’ og ‘vagl’ einnig einhöfð um það sem nefnt er
‘festuca’ og ‘trabs’ í Vulgata-þýðingunni.5
Enda þótt íslensk þýðing umræddra biblíuversa verði ekki rakin
lengra aftur en til Odds Gottskálkssonar, hlýtur líkingamálið um flísina
og bjálkann að hafa verið notað á íslandi fyrir daga Odds, og því er
ekki ósennilegt að hann hafi haft orðin ‘ögn’ og ‘vagl’ — annaðhvort
eða hvorttveggja — úr eldra kirkjumáli eins og svo margt annað í
þýðingunni.8
Fritzner hefur aðeins eina þýðingu á ‘ogn’ í orðabók sinni, “Avne”,
þ. e. a. s. “hismi á komi”, og í öllum dæmum hans er glöggt að orðið
hefur þessa merkingu, sem er mun þrengri og afmarkaðri en algeng-
asta nútímamerking orðsins, enda er trúlegt að víðtækari nútímamerk-
ing, “lítið af einhverju”, sé upp komin vegna táknrænnar notkunar
orðsins í umræddum biblíuversum. Eldri og þrengri merking orðsins
‘pgn’ er í fyllsta samræmi við merkingu latneska orðsins ‘festuca’.
Aðalmerking latneska orðsins ‘trabs’ er “bjálki”, og ‘vagl’ er því
4 Ian J. Kirby, Biblical Quotation in Old Icelandic-Norwegian Religious
Literature I (Rv. 1976).
5 Sama orðanotkun er bæði í Matth. 7.3-5 og Lúk. 6.41-42 í Guðbrands-
biblíu (1584), en Nýja testamenti 1609 og biblíuútgáfur 1644—1813 hafa ‘ögn’ og
‘bjálki’ að því fráskildu að Steinsbiblía (1728) hefur ‘fis’ í stað ‘ögn’ í Matth.
7.3-5. Reyndar er ‘bjálki’ fyrir ‘vagl’ ekki nýlunda 1609, því að Guðbrandur
biskup Þorláksson notar fyrrnefnda orðið 1589 (Summaria Yfer Þad Nyia Testa-
mentid, F iv verso (“i Tegstanum/ vt af bialkanum i auganu”) og Q i verso (“einn
læst vilia taka 0gnena vr annars auga/ enn heill og stor Bialke er i sialfs hans
Auga”). Loks er komin ‘flís’ fyrir ‘ögn’ í Nýja testamenti 1827 og í biblíuútgáfum
frá 1841.
6 Sbr. Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (Safn
Fræðafjelagsins um ísland og íslendinga VII, Kh. 1929), 192-200.