Gripla - 01.01.1980, Page 143
EINAR G. PÉTURSSON
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA
UM ÓDÁINSAKUR
leiðsla Drycthelms eða CI. æventýri í safni Gerings
i
Fyrir heilli öld eða þar um bil var mikill áhugi á fornum norrænum
kirkjulegum bókmenntum. Síðan var þeim um hríð lítið sinnt, en nú
síðustu tvo áratugina hefur áhugi á þeim aftur farið vaxandi, enda
virðast menn hafa gert sér ljósari grein fyrir því en áður, að kirkjan
var sterkt afl í þjóðlífi fyrri tíma. Ein grein þessara fornu bókmennta,
sem verulega var sinnt á öldinni sem leið, eru svokölluð ævintýri. Það
ber að hafa í huga, að orðið er ekki notað í nútímamerkingu, sem er
frá því um 1860, heldur í hinni fornu merkingu, sem var saga með
siðbætandi innihaldi og trúarlegum boðskap, oft ásamt útleggingu; en
er boðskapurinn bliknar er lítill munur á þessum sögum og öðrum
smásögum.
Grundvallarútgáfa þessara sagna er nærri heillar aldar gömul,1 en á
seinustu árum hafa verið gefnar út allmargar viðbætur og leiðréttingar.2
1 íslendzk œventýri. Islandische legenden, novellen und marchen. Herausge-
geben von Hugo Gering. Halle a. S. 1882-1883.1—II. Skrá um ritdóma er að finna
í Arkiv for nordisk filologi. 1. 1883. 358 og 3. 1886. 262, 265.
2 Af útgáfum eru þessar helstar: Leit eg suður til landa. Ævintýri og helgi-
sögur frá miðöldum. Einar Ól. Sveinsson tók saman. Rv. 1944. xxiv, 304 s. Þetta
er alþýðuútgáfa og endurprentun úr ævintýrum Gerings og fleiri ritum af líku
tæi. Hér er Jónatas ævintýri prentað í fyrsta sinn. Einnig er bætt inn í C. ævintýri
broti, sem Pálmi Pálsson lét prenta í ritdómi í Nordisk tidskrift for filologi. Ny
række. VII. Kbh. 1885-1887. 60-61. Alkuin de virtutibus et vitiis i norsk-is-
landsk overlevering og udvidelser til Jonsbogens kapitel om donune. Udgivet ved
Ole Widding. Kbh. 1960. (2), 154 s. (Ed. Arn. A. 4.) Á s. 146-147 eru prentuð
þrjú ævintýri í fyrsta sinn, en 1. er 5. í Miðaldaævintýrum. Alfred Jakobsen. Er
kap. 1-5 i del X av Karlamagnus saga lant fra en samling œfintýr? (Maal og
Minne. 1959. 103-116.) Alfred Jakobsen. Noen tillegg til ‘Islendzk æventyri’.
(Maal og Minne. 1960. 27-47.) Alfred Jakobsen. Et bruddstykke av en Maria-
-legende. (Opuscula. I. Bibl. Arn. XX. Kbh. 1960. 267-270.) Þessar þrjár greinar
Jakobsens eru prentun á 7 ævintýrum á torlæsilegum síðum í AM 657 a-b, 4to.
Jonna Louis-Jensen. Nogle ævintýri. (Opuscula. V. Bibl. Arn. XXXI. Kbh. 1975.
263-277.) Betri prentun á þremur seinustu sögunum í útgáfu Jakobsens í Maal og