Gripla - 01.01.1980, Page 144
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDÁINSAKUR 139
Þótt þau skrif bæti allmiklu við þekkingu vora á þessari bókmennta-
grein, er meira verk óunnið en þegar er unnið. Sögur af þessu tæi eru
mjög víða í handritum, og fyrir kemur að gamlar sögur leynast í ungum
handritum. Nánari athugun á handritum á eftir að leiða ýmislegt í ljós,
en sú könnun er erfið, því að skráning þessara ævintýra er víða ófull-
komin. Einnig var haldið áfram að þýða slíkar sögur langt fram yfir
siðaskipti, en það efni er mjög lítið kannað.* * 3 Út af þessum sögum ortu
menn rímur og kvæði og væri ærið örðugt að hafa upp á öllu slíku.
Hér verður gerð grein fyrir handritinu AM 200, 8vo og eftir því
prentað CI. æventýri í safni Gerings, svo langt sem handritið nær, en
það hefur ekki verið notað fyrr. Einnig verður gerð stutt grein fyrir
AM 657 a-b, 4to og endurprentað niðurlag sama ævintýris eftir því, en
Gering þekkti aðeins það handrit. Síðan verður gerð grein fyrir latnesk-
um heimildum þessa ævintýris og latneskur texti prentaður neðanmáls
við íslensku textana. Á eftir prentuninni er í stuttu máli fjallað um
leiðslubókmenntir, og að lokum er rætt um orðið ódáinsakur og staði
með því nafni.
II. AM 200, 8vo
í handritinu AM 200, 8vo er á bl. 125rl5-127v meginhluti CI. æven-
týris í útgáfu Gerings, en þó vantar sem svarar 14 línum aftan af
Minne. 1960. Peter A. lorgensen. Ten Icelandic exempla and their Middle
English source. (Opuscula. IV. Bibl. Arn. XXX. Kbh. 1970. 177-207.) Þessar
sögur voru áður óprentaðar. Miðaldaœvintýri þýdd úr ensku. Einar G. Péturs-
son bjó til prentunar. Rv. 1976. cxx, 110 s. Hér eru alls prentuð 34 ensk ævintýri,
voru 13 þar af áður óprentuð og 3 að auki áður aðeins kunn í brotum. Peter
Springborg. Von einem Bauernsohn am Königshofe. (Opuscula. IV. Bibl. Arn.
XXX. Kbh. 1970. 67-79.) Brot af áður óprentuðu ævintýri. Peter A. Jorgensen.
Four æventýri. (Opuscula. V. Bibl. Arn. XXXI. Kbh. 1975. 295-328.) Nýir textar
af LXXXV. og XLII. ævintýri hjá Gering, heill texti af sögunni um ábótann og
fóstra hans, sem Jakobsen gaf út 1960 og eitt áður óprentað ævintýri. Davíð
Erlingsson. Saga um Callinius sýslumann. Lausamálstexti og rímur. (Gripla. II.
Rv. 1977. 79-120.) Hér er XLVIII. saga í útgáfu Gerings prentuð eftir öðru og
stundum betra handriti. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir ritgerðum um
íslensk ævintýri.
3 Einar 01. Sveinsson. Verzeichnis islandischer Marchenvarianten. Helsinki
1929. lxviii. (FF Communications 83.) Hér eru nefnd fáein handrit af slíkum
sögum. Sjá einnig: Vésteinn Olason. Alvara í gamni og íslensk fornkvæði. (Opus-
cula. V. Bibl. Arn. XXXI. Kbh. 1975. 278-290.) Jón Helgason. Stigamannskvæði.
(Sama rit. 329-334.) Gamall kveðskapur. Jón Helgason bjó til prentunar. Kbh.
1979.