Gripla - 01.01.1980, Side 145
140
GRIPLA
textanum ef miðað er við útgáfu hans. Verður nú gerð grein fyrir þessu
handriti, fyrst uppruna og skrifara, en síðan innihaldi og stafsetningu.
Fremst í handritið er festur miði (seðill a) með hendi Árna Magnús-
sonar, er á stendur: ‘Magnusar Einarssonar á Reykium i Ólvese.’ Þar
aftan við er seðill b, sem á stendur: ‘Libri possessor Haldan Jonson
eghd volente deo, humilis levabor.’ Stafirnir ‘eghd’ merkja ugglaust eigin
hendi. Á öftustu blaðsíðu handritsins standa nöfnin Anna Einarsdóttir
og Magnús Einarsson, en framan á sama blaði er: ‘Tijundagi0rd til
Reikia kyrkiu’, skrifuð með rithendi sem er ekki annars staðar á bók-
inni; þetta blað er greinilega límt við bókina eftir að hún var bundin.
Innan á fremra spjaldi stendur með hendi Kálunds: T86 bl. (+ sed-
lerne a-c)’. Seðlarnir a-b eru límdir fremst, en seðill c er fyrmefnd
tíundagjörð, sem hefur sennilegast legið lengi laus með handritinu,
því að á alla þrjá seðlana er skrifað númer handritsins. Þetta fólk sem
nefnt er hér að ofan er allt saman vel kunnugt. Hálfdan Jónsson er
ömgglega Hálfdan lögréttumaður Jónsson á Reykjum í Ölfusi (1659-
1707). Kona hans hét Anna Einarsdóttir og giftist hún síðar Magnúsi
Einarssyni á Reykjum.
Handritið er nú í bandi frá því seint á 19. öld, en til er eldra band
sem hefur verið utan um handritið í upphafi. Hefur það verið með
tveimur koparspennum, en neðri spennuna vantar nú. Á efri spennuna
er grafið nafnið Haldan. Á aftara spjaldi handritsins eru tvær kopar-
plötur til að festa spennurnar á. Á neðri plötuna er grafið 16, en á þá
efri 92, og hefur handritið því líklegast upphaflega verið bundið árið
1692.
Tíundagjörðin nefnir tólf bæi og jafnmarga menn. Þegar hún er
borin saman við Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sést, að
af þessum tólf mönnum eru allir nefndir sem ábúendur í Jarðabókinni
nema einn, Snorri í Reykjakoti, sem ekki er heldur nefndur á þeim bæ
í Manntalinu 1703. Jarðabókin yfir Ölves er ekki öll frá sama tíma,
heldur er hluti af henni frá 1706 og annar frá 1708. Fimm jarðir í
tíundagjörðinni em skráðar í Jarðabókina fyrra árið, en hinar sjö seinna
árið, og er Reykjakot í fyrri flokknum. Snorri þessi hefur því senni-
lega flust að Reykjakoti eftir að Jarðabókin var gerð. Það styrkist
einnig við það, að hinu megin á blaðinu, sem skráin er á, eru nöfn
Önnu og seinni manns hennar Magnúsar, sem hún hefur gifst eftir lát
Hálfdanar 1707. Af þessu er ljóst, að Árni hefur fengið handritið eftir
1707 og e. t. v. fáeinum árum síðar.