Gripla - 01.01.1980, Síða 146
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDAINSAKUR 141
Handritið er með tveimur rithöndum og er hönd Hálfdanar á eftir-
töldum síðum: lr-48r, 77v-78r, 102rl6-102v, 112v-129v, 135r-186r.
Hina rithöndina þekki ég ekki og hef ekki reynt að finna skrifarann.
Á 171r er dagsetningin 14. nóv. 1689 og er það í samræmi við ártalið
1692, sem var á bandi handritsins eins og fyrr gat. Rithönd Hálfdanar
er mér kunn af Lýsingu Ölveshrepps1 í AM 767, 4to og dómasyrpu í
IB. 531, 8vo, og er sama rithönd á þessum þremur handritum.
I AM 200, 8vo er margs konar efni, og verður nú stuttlega gerð
grein fyrir því. Fremst er uppskrift úr latnesku riti,2 sem er öll með
hendi Hálfdanar eins og fyrr gat. í framhaldi af því riti er meginhluti
Tíðfordrífs Jóns lærða, en í vantar bæði upphaf og endi og auk þess
eru eyður á tveimur stöðum. Eftir Kirknaránsþáttum í Tíðfordrífi, sem
eru prentaðir sem XVI. og XVII. æventýri hjá Gering, er í beinu fram-
haldi: ‘Eirn atburdur og Leidsla vmm Ödajnz akur’, en það er CI.
æventýri hjá Gering og verður gert hér að umtalsefni, en endi vantar
sem fyrr gat. Á næsta blaði 128r-v og 129r er XXVII. saga hjá Gering:
‘Af ábóta er kvalðiz í brunni.’ Hefst textinn í 17. línu útgáfunnar for-
manni og nær til loka. Aftur á móti virðast aðrir lærdómar dregnir af
sögunni, en ætla má að til hafi verið ætlast í upphafi, því að sagan er
börnuð svo: ‘Þesse liet sköllann narra sig fra ábóta dæmenu.’
Aftan af CI. æventýri vantar 14 línur og 16 línur framan af XXVII.
sögu. Á bl. 127r—128v er skrifaður texti sem svarar til 10-12 prentlína
á blaðsíðu miðað við útgáfu Gerings. Eftir því eru líkur á að meira en
eitt blað hafi týnst úr handritinu, nema textinn á þessum pörtum ævin-
týranna hafi verið styttur verulega hér. í framhaldi af seinna sögu-
brotinu er á bl. 129r ‘Vmm fingalpnid’, sem er kafli úr Tíðfordrífi, en
1 Þorkell Jóhannesson gaf þessa lýsingu út í Andvara. 61. 1936. 57-78. Einnig
er hún prentuð í Landnám Ingólfs. III. Rv. 1937-39. 1-20 og Árnessýsla. Sýslu-
og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1843 og Lýsing Olfus-
hrepps anno 1703 eftir Hálfdan Jónsson. Svavar Sigmundsson sá um útgáfuna.
Rv. 1979. 234-250.
2 Titill ritsins í handritinu er: ‘COMPENDIUM I PHYSIOLOGIÆ ELE|
mentorum | Iohannis Monhemij.’ Hér er sennilega átt við Johann Monhem lækni,
sem gaf út í Köln 1542 Elementorum Physiologiae . .. Sjá um hann: C. G. Jöcher.
Allgemeines Gelehrten-Lexicon. III. Leipzig 1751. (Nachdruck Hildesheim 1961.)
615 og Fortsetzung und Ergdnzungen zu C. G. Jöchers allgemeinem Gelehrten-
Lexico. Angefangen von J. C. Adelung . . . fortgesetzt von Heinrich Wilhelm
Rotermund. IV. Bremen 1813. (Nachdruck Hildesheim 1961.) 1990.
Samkvæmt handritaskrá Landsbókasafnsins er viska um steina eftir þennan
höfund í IB. 438, 8vo, en mikill hluti rits þess er hér um ræðir er um það efni.