Gripla - 01.01.1980, Side 147
142
GRIPLA
mikið vantar inn á milli. Þessi tvö ævintýri hafa í þessu handriti verið
talin til Tíðfordrífs, sem ekki er gert í öðrum handritum þess. Af öðru
efni í 200 er helst að nefna útdrátt úr Annálum Björns Jónssonar á
Skarðsá og sagnatíning, auk smærri hluta. Sagnatíningurinn virðist vera
þýðingar frá því eftir siðaskipti.
Handritið er á þessum hluta yfirleitt sæmilega ljóst, en þó eru á
nokkrum stöðum óljósir drættir og broddar, og punktar yfir stöfum eru
ekki alltaf ljósir. Um þá er þetta helst að segja (Talan vísar í línu hér).
Sérhljóðið á er vanalega táknað með tveimur broddum yfir, t. d.:
á 2, lá 7, sá 17, 37, nálega 23, en tvisvar koma fyrir á sem nú tíðkast:
á 13, áttar 13. Einnig er algengt, einkum í smáorðum, að ritað sé a,
t. d.: sa 12, 23, 48, hia 49. Einu sinni kemur fyrir á þar sem ekki er
von á því: fágrann 39.
Sérhljóðið ó er oftast táknað með tveimur broddum yfir, t. d.: öþol-
annlegur 22, ögurlega 24, ödaun 32, ötta 35, liös 45. Einnig er til, að
ritað sé ó á nútímavísu, fór 7. Einu sinni er o tvíritað: blooma 40, og
einnig er líka aðeins ritað o: þottest 19, odaun 22, hliodandi 41. Fimm
sinnum koma fyrir tveir broddar yfir ö, þar sem við gætum búist við o:
fröst 15, fröstenu 16, frösted 17 — en aftur á móti frosti 53 — lögandi
21, löga 32.
Yfir u er alloft sett sérhljóðsmerki og virðist sums staðar, einkum í
u1 í Hustru 8 og ur 16, að sérhljóðsmerkið nálgist mjög brodd yfir staf,
þótt ekki sé það aðgreint hér í prentun.
Yfir y eru á fjórum stöðum settir punktar, en ekki er það greint hér
í prentuninni. Þetta virðist oftast gert til að gera leiðréttingu skrifara
gleggri, og er þess því getið í athugasemdum við textann. Þó á það
ekki við eysur 22.
Sérhljóðið ö er vanalega táknað 0, en einnig er til myndin ó, t. d.:
mióg 19, hórmulega 30. Líklegast er, að hér sé strikið, sums staðar að
minnsta kosti, dregið misjafnlega langt niður.
I enda orðs er oft erfitt að sjá, hvort i eða j er skrifað, en vanalega
er lesið i.
Nefhljóðsmerki er töluvert notað bæði sem stytting fyrir nefhljóða-
samstöfur og önnur sambönd: k/rkju 6, monnum 9.
Rétt er að taka fram, að greinamerki, punktar og kommur, eru mjög
misgreinileg í handritinu og ekki alltaf ljós.
Ekki eru í handritinu sett strik er orðum er skipt milli lína, og eru
þau orð hér í útgáfunni sameinuð að nútíðarvenju, en þessi þrjú dæmi