Gripla - 01.01.1980, Page 148
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDÁINSAKUR 143
eru um, að samsett orð lendi á línuskilum, sem gætu annars verið eitt
orð: brad daudur 2, nordur áttar 13, vpp vnder 38.
Sérlegar orðmyndir eru helst: fi0ndunnar 30, odaun (nf.) 22, sbr.
ödaun (þgf.) 32.
III. AM 657 a-b, 4to
Um handritið hefur margt verið skrifað, og er ekki ástæða til að tíunda
það hér, en vísað skal til þess, sem þessu máli kemur helst við í nýlegri
grein, sem Jonna Louis-Jensen hefur skrifað.1 Um feril handritsins er
það helst vitað, að Ámi Magnússon segist hafa fengið það hjá Páli
lögmanni Vídalín, en Páll aftur á móti hjá Halldóru Erlendsdóttur
(1659-1742); hún var gift Þorsteini Benediktssyni sýslumanni (d.
1697), sem seinast bjó í Bólstaðahlíð. Síðan segir Árni: ‘Mun fyrmm
hafa vered kirkiubok þar: þvi þar er Michaels kirkia.’2 Af þessu er Ijóst,
að handritið hefur að öllum líkindum verið í Húnavatnssýslu og því
fjarri Hálfdani er hann skrifaði sitt handrit.
Texti niðurlags þessa ævintýris verður hér prentaður stafrétt eftir
bl. 40r í 657, en Gering samræmir stafsetningu í útgáfu sinni. Um bönd
og skammstafanir og fleira þess háttar er þetta helst að segja (talan
vísar í línu í þessari útgáfu):
er-bandið er alltaf leyst upp er, enda er endingin skrifuð svo fullum
stöfum í aller 6. Þetta band er líka leyst upp yrer í orðinu fyrer 14, 15,
23, 24, 25. Fullum stöfum er ritað fyrr 21. Þó er rétt að nefna, að í
giorizst 27 er þetta merki leyst upp or, enda er svo skrifað í orðinu
algiorfer 31.
Orðið ei með striki yfir er leyst upp eigi 10, 25, 34. Orðmyndirnar
þeir, þeire, þeira eru aldrei ritaðar fullum stöfum, heldur er ei alltaf
bundið og leyst svo upp, en aldrei eir.
I orðinu þess og beygingarmyndum af því er hér ritað þers. Hér er
vanalega ritað er-band, en þó er r fullum stöfum í þersum 26.
Yfir y er vanalega punktur, sem sleppt er í prentun.
Orðið madr 33 er skrifað m og ar-merki yfir línu.
Orðið med er skrifað mz 4.
1 Jonna Louis-Jensen. Nogle ævintýri. (Opuscula. V. Bibl. Arn. XXXI. Kbh.
1975. 263-264 og þar tilvitnuð rit.)
2 Arne Magnussons i AM. 435 A-B, 4to indeholdte handskriftfortegnelser.
Kbh. 1909. 14.