Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 151
146
GRIPLA
oft hefur verið eignað Honoriusi, var þýtt á norrænt mál fyrir 1200.8
í IV. kafla af Heimslýsingu og helgifræði í Hauksbók hefur verið álitið,
að Imago mundi eftir Honorius hafi verið notuð ásamt öðru riti.9 I
Hauksbók er einnig Elucidarius, sem fyrr var nefndur og í formála er
sagt, að við III. kafla af Heimspeki og helgifræði sé hliðstæða m. a. í
öðru riti Honoriusar, Philosophia mundi.10 í elsta hluta Stjórnar er
vitnað til Imago mundi og Speculum ecclesiæ (sjá neðar). Storm prentar
brot úr sköpunarsögunni eftir AM 238 XIX, fol., sem hann telur úr
sömu þýðingu og elsta hluta Stjórnar, en í brotinu er einnig tilvísun í
Imago mundi.11 Þessi tilvísun í brotinu er sama klausan og sú fyrri af
tveimur tilvísunum í Alfræði III til Imago mundi.12 Seinni klausan þar
er einnig í syrpu Gottskálks í Glaumbæ, þ. e. Add. 11.242 í British
Museum.13 Utgefandi Alfræði II getur hliðstæðna hjá Honoriusi í at-
hugagreinum við textann og er þar oftast átt við títtnefnt rit.14 í Kirja-
lax sögu er á tveimur stöðum vitnað í Imago mundi, en sú tilvísun hefur
ekki fundist. Ef þetta er uppspuni frá rótum, kemur hér að minnsta
kosti fram það orð, sem farið hefur af ritinu.15 Eiríkur Magnússon
segir í lýsingu sinni á handriti sem þá var í einkaeign á Englandi, að
þar hafi verið útdráttur úr Sacramentarium eftir Honorius. Þar segir
einnig, að í sama handriti sé Imago mundi notuð, en þó varla beint.16
8 Manuscripta Islandica. Edited by Jón Helgason. Vol. 4. AM 674 a, 4to. Kbh.
1957. v-xxxiii.
9 Hauksbók. [Um útgáfuna sáu Finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson.] Kbh.
1892-96. cxvi, 153.
10 Sama rit. cxxiii, 180.
11 Gustav Storm. De norsk-islandske Bibeloversættelser fra 13de og 14de Aar-
hundrede og Biskop Brandr Jónsson. (Arkiv for nordisk filologi. 3. 1886. 248-
49.) í 7. línu á s. 249 eru þessar prentvillur: (S. 348 og 385) lesist (S. 384 . ..);
(S. 385) lesist (S. 585).
12 Alfrœði íslenzk. 111. Udgivet .. . ved Kr. Kálund. Kbh. 1917-18. 75, 98.
13 Jón Þorkelsson. Islandske hándskrifter i England og Skotland. (Arkiv för
nordisk filologi. 8. 1892. 226.)
14 Alfrœði íslenzk. II. Udgivet... ved N. Beckman og Kr. Kálund. Kbh. 1914-
16. 33, 39, 60, 62, 75, 86, 119, 181.
15 Kirialax saga. Udg. ... ved Kr. Kálund. Kbh. 1917. 13, 63. Kr. Kálund.
Kirjalax sagas kilder. (A arbfíger for nordisk Oldkyndighed og Historie. 1917.
9-10.)
16 Eiríkur Magnússon. Codex Lindesianus. (Arkiv för nordisk filologi. 13.
1897. 8-9.) Þetta handrit er nú Icelandic MS. No. 1 í Manchester, en var áður
AM 469, 12mo.