Gripla - 01.01.1980, Síða 152
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDÁINSAKUR 147
í Ólafs sögu Tryggvasonar enni mestu er vitnað í Imago mundi,17 en
er í raun og veru annað rit Honoriusar, Summa totius de omnimodo
liistoria. Ekki hef ég annars staðar en í Ólafs sögu gert samanburð á
ritum á norrænu máli og ritum Honoriusar í leit að þýðingum, heldur
farið eftir eldri rannsóknum. Leit gæti trúlega leitt eitt og annað í ljós,
enda hafa þessi rit eflaust verið notuð víðar en þau eru nefnd. Predik-
anasafnið Speculum ecclesiœ, sem er heimild þessa ævintýris, var þekkt
í Noregi. Brot á latínu úr því riti skrifuð á 12. öld eru í norska ríkis-
skjalasafninu, og eru þau komin úr nágrenni Stafangurs.18 í norsku
hómilíubókinni var þetta rit Honoriusar notað en ekki sem bein heim-
ild: ‘Men de to skriftene er nær beslektet, og den felles kilden for de
to kan ikke være langt unna. Se nr. 14, 18, 23, 26 o. fl.’19
Af þessari upptalningu, sem fráleitt er tæmandi, er ljóst, að Honorius
og rit hans hafa verið vel þekkt hér á landi og í Noregi.
í fyrstnefndri grein eftir Vrátný telur hann, fyrir utan CI. sögu,
XLVI. æventýri vera þýtt beint eftir sama riti Honoriusar og XLV.
æventýri þýtt eftir náskyldum texta, en þó varla beint eftir Honoriusi.
Hér verður ekki farið út í nákvæman samanburð á íslenska og
latneska textanum af CI. sögu, en þó verða taldir upp þeir staðir, sem
annar textinn hefur fram yfir hinn og fyrst gerð grein fyrir aukaefni
latneska textans: 7 fratribus; 10-11 infinitæ longitudinis; 14-16 de
cujus—esse.; 36-37 de cujus—relatum.; 51-53 Cujus—veniunt.; 54-
55 Cujus—lucidus.; 57-60 Igitur—vidit (7 Cor. II). Eins og sjá má
eru þessar úrfellingar fremur litlar og sú síðasta, niðurlagið, þarf ekki
að hafa verið í forriti þýðingarinnar.
Hér verða á sama máta taldir upp þeir staðir, sem íslenski textinn
virðist hafa fram yfir þann latneska. í fyrstu fjórum dæmunum er eðli-
lega miðað við 200, en í þremur næstu dæmunum er fyrst textinn eftir
657, en seinni textinn er eftir 200, og seinasta dæmið er auðvitað úr
657: 11 allann—tyma.; 11 þa—andadur; 24 eg—seigia; 27-28
og ei—J fara; 33-34 og J þeirre minne hrædslu 4-5 Enn ek—
17 Oláfs saga Tryggvasonar en mesta. I. Udgivet af Olafur Halldórsson. Kbh.
1958. 158. (Ed. Arn. A. 1.). J.-P. Migne. Patrologia latina. Tomus CLXXII. Paris
1854. 193 C.
18 Lilli Gjerlpw. Adoratio crucis. Oslo 1961. 106. Höfundur hefur tjáð mér
bréflega, að dálkatal sé þar rangt í stað 958 skuli standa 938.
19 Gammelnorsk homiliebok. Innledning og kommentarer ved Erik Gunnes.
Oslo 1971. 15, sjá einnig 169, 170, 171, 173, 177, 179.