Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 159
154
GRIPLA
Skíði sleppur sár frá. Þegar hann vaknar í Hítardal ber hann menjar
bardagans og er með gjafirnar.6
Ekki er mér kunnugt um, að aðrir en Jón lærði hafi talið Skíðarímu
til leiðslubókmennta. Þó er fyllsta ástæða til að taka undir þann skiln-
ing hans. í rímunni er maður að vísu ekki leiddur til himnaríkis eða
helvítis kristinna manna, heldur til Valhallar eða himnaríkis samkvæmt
skilningi heiðinna manna. Þótt Jón lærði taki rímuna trúanlega, þá er
hún skopstæling á leiðslum, sem virðist hafa verið vel þekkt fyrirbæri.7
Vitanlega er þar einnig skopast að ýkjusögum, en það kemur ekki
málinu við hér.
Leiðslur blómstruðu á 12. og 13. öld í Evrópu og á íslandi eðlilega
líka. í Dialogum Gregoriusar eru leiðslur, en það rit var þýtt á 12.
öld.8 Árið 1149 var Duggal (Tundal eða Tnugdal) leiddur,9 sem fyrr-
nefnd Duggalsleiðsla er við kennd. Árið 1189 var Gottskalk leiddur
og 1206 var Thurkill leiddur, en þær leiðslur voru lengi taldar fyrir-
mynd Draumkvæðisins.10 Ekki er kunnugt um, að þær hafi verið
þekktar á íslandi. í þremur sögum Guðmundar biskups Arasonar er
Rannveigarleiðsla, sem á að hafa átt sér stað 7. febr. 1198.11 Loks má
nefna, að í Cecilíu sögu eru tvær jarteiknasögur og er sú fyrri leiðsla,
sem átti að gerast á Húsafelli í Borgarfirði fyrir 1178.12 Fleiri þýddar
leiðslur eru til, þótt ekki verði taldar hér.
Þetta hlýtur óneitanlega að koma í hugann, þegar við lesum í Gott-
6 Helstu útgáfur eru: Die Skída-ríma. Von Konrad Maurer. Múnchen 1869.
(Abhandlungen d. k. bayer. Akademie d. W. 1. Cl. XII. Bd.) Corpus poeticum
boreale. II. Ed. by Gudbrand Vigfusson and F. York Powell. Oxford 1888. 396-
407. Rímnasafn. I. Udgivet . . . ved Finnur Jónsson. Kbh. 1905-1912. 10-42.
Kvœðasafn eptir nafngreinda íslenzka menn frá miðöid. Rv. 1922-1927. 161-215.
Theo Homan. Skíðaríma.
7 Moltke Moes samlede skrifter. III. Oslo 1927. 219. D. D. R. Owen. The
vision of hell. Edinburgh 1970. 200-213.
8 Heilagra tnanna sögur. I. 199, 243, 245-246, 249-250. The Arna-Magnæan
manuscript 677, 4to. With an introduction by Didrik Arup Seip. Kbh. 1949. 38.
(Corpus codicum Islandicorum medii aevi. XVIII.)
9 Herrad Spilling. Die Visio Tnugdali. Munchen 1975. 24.
10 Moltke Moes satnlede skrifter. III. 235-244. Knut Liest0l. Drautnkvœde.
Oslo 1946. 79-101. Liest0l taldi einnig, að Duggalsleiðsla og leiðsla Gundelíns
(Maríu saga. 534-541 og 1162-1168) hefðu haft áhrif á Draumkvæðið, en Gott-
skálksleiðsla hefði þar engin áhrif haft.
11 Biskupa sögur. Kbh. 1858-1878. I. 451-454 og II. 9-11.
12 Heilagra manna sögur. I. 294-296.