Gripla - 01.01.1980, Page 160
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDAINSAKUR 155
skálksannál við árið 1195: ‘dreymdi Skíða.’ Annálsgreinin er í þeim
hluta Gottskálksannáls, sem er skrifaður eftir glötuðu handriti, sem
hefur náð yfir árin 636-1394 og verið sameiginlegt forrit allra varð-
veittra handrita annálsins.13 Fyrrgreindum orðum hefur verið bætt inn
í aðalhandritið, en eru ekki í hinum. Þess vegna er ekki hægt að verjast
þeirri hugmynd, að þessi orð séu þannig til komin, að þeim hafi verið
bætt inn í handritið um 1600 af manni, sem þekkti Skíðarímu og álykt-
aði, að atburðir hennar hefðu átt sér stað um þetta leyti. Það er með
öðrum orðum Ijóst, að klausan er mjög varasöm heimild. Trúlega er
hér verið að vísa til leiðslu, og væri freistandi að telja þetta vera Skíða
göngumann, en fyrir því er vitanlega engin vissa. Ef þessi klausa er
gömul — sem þó er ólíklegt — þá er svo að sjá, að af draumi Skíða
hafi farið einhverjum sögum, fyrst svo kunnuglega er um hann talað í
annálnum, og hefði hann þá líklega verið til skráður.
Útgefendur Skíðarímu hafa reynt að tengja Skíða þennan við
ónefndan mann, sem getið er um í 24. kafla Sturlu sögu og fór milli
óvinanna Sturlu Þórðarsonar í Hvammi og Þorleifs beiskalda í Hítar-
dal einhvern tímann á árunum eftir 1172, sennilega 1181.14 í rímunni
er Þorgilsi Oddasyni á Staðarhóli bætt við, en hafi þeir einhvern tím-
ann búið allir samtímis á fyrrgreindum jörðum, hefur það verið um
1150, því að 1151 deyr Þorgils Oddason. Mjög tæpt er þó að það geti
staðist, því að Þorleifur beiskaldi deyr árið 1200. Sturla í Hvammi deyr
1183 svo að hann er dauður árið 1195, en þá tímasetur Gottskálks-
annáll draum Skíða. Niðurstaðan af þessu er sú, að ríman sjálf og
aðrar sögulegar heimildir tímasetja persónur rímunnar ótvírætt til
seinni hluta 12. aldar, og er ekki hægt að gera það nánar.
Skíðaríma er vanalega talin ort á 15. öld, og væri fýsilegt að láta sér
detta í hug, að þar hafi verið notuð og jafnvel skrumskæld einhver
heimild um draum Skíða, sem hefði þá átt að vera leiddur seint á 12.
öld; ef svo væri, þá er efni Skíðarímu að stofni til frá blómatíma
leiðslubókmenntanna. Þetta verður vitanlega ekki sannað, heldur er
það aðeins líkleg tilgáta.
13 Islandske Annaler indtil 1578. Udg. . .. ved Gustav Storm. Chria 1S88.
xxxi, 324.
14 Finnur Jónsson. Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie. Anden
udg. Kbh. 1923-1924. II. 550 og III. 40-41.