Gripla - 01.01.1980, Síða 162
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDAINSAKUR 157
Brynjólfi er haft, að líklega hafi Saxi skrifað OdaenBakur, en síðan er
útskýring á orðinu. Ekkert er þar þó sem Brynjólfur gat ekki haft úr
bókum. Síðar er minnst á fleiri örnefni og reynt að finna Ódáinsakri
stað, að því er virðist eftir H- eða U-texta Heiðreks sögu fremur en
eftir Eiríks sögu víðförla, eins og Jakob Benediktsson hélt fram.5 Þetta
er ljóst af því, að minnst er á Jötunheima og Gandvík, sem eru nefnd
í Heiðreks sögu en ekki í Eiríks sögu víðförla, en ekki er Ódáinsakurs
getið beint nema í þessum sögum.6 Vitað er að Brynjólfur Sveinsson
sendi Stephaniusi athugasemdir og skýringar við tvær fyrstu bækurnar
í sögu Saxa 1641 og síðar hefur Stephanius fengið skýringar frá Brynj-
ólfi til loka 5. bókar.7 Þessar skýringar eru nú allar glataðar. Ekki er
vitað, hvenær Stephanius fékk skýringar frá Brynjólfi við 3.-5. bók,
en það væri hugsanlegt, að það hefði verið eftir að Brynjólfur fékk
Tíðfordríf frá Jóni lærða, sem er dagsett 8. maí 1644. Samsumars hefði
Brynjólfur getað sent Stephaniusi vitneskju úr Tíðfordrífi, en fremur
ólíklegt er, að honum hafi getað komið nokkuð að notum, sem Brynj-
ólfur hefur hugsanlega sent honum. Sjálf útgáfan á Saxa ber ártalið
1644, en tileinkun til konungs fremst í henni er dagsett 4. jan. 1645
og sama ártal, 1645, er á skýringunum, þ. e. Notæ uberiores. Ekki
hefur þó frásögn Jóns lærða um Ódáinsakur komið þar að gagni, þótt
vitneskja frá honum hafi e. t. v. verið notuð annars staðar í heimildum
Stephaniusar komnum frá Brynjólfi, en það er meira mál en svo, að
út í þá sálma verði farið nú. Einnig hefur Brynjólfur örugglega ritstýrt
slíku efni, svo að uppruni verður þar fyrir óljós. Rétt er að taka fram,
að þær skýringar, sem Brynjólfur samdi síðar um sama efni og varð-
veittar eru í AM 856, 4to, innihalda ekkert um ódáinsakur.
5 Jakob Benediktsson. íslenzkar heimildir í Saxo-skýringum Stephaniusar.
(Landsbókasafn íslands. Árbók. 1946-1947. III.—IV. ár. 111.) Um Ódáinsakur í
Eiríks sögu víðförla má vísa til inngangs eftir Helle Jensen í útgáfu hennar af
sögunni í Editiones Arnamagnæanæ (í vændum).
6 Heiðreks saga. Hervarar saga ok Heiðreks konungs. Udgivet ... ved Jón
Helgason. Kbh. 1924. 1, 89. Fornaldar sögur Nordrlanda. III. Útgefnar af C. C.
Rafn. Kbh. 1830. 661, 665, 666, 670. Flateyjarbók. I. Chria 1860. 29, 31, 34.
Hjálpar hef ég notið frá starfsmönnum Orðabókar Arnanefndar í Kaupmanna-
höfn við að finna þessa staði. í Hálfdanar sögu Eysteinssonar er aðeins sagt, að
Eiríkur víðförli hafi verið bróðir Eysteins og fundið Ódáinsakur. Sjá Hálfdanar
sögu Eysteinssonar. Herausgegeben von Franz Rolf Schröder. (Altnordische Saga-
Bibliothek. 15.) Halle 1917. 90.
7 Jakob Benediktsson. Tilvitnað rit. 106.