Gripla - 01.01.1980, Síða 163
158
GRIPLA
Norður í Hvanndölum milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar er staður
með þessu nafni, og þar áttu menn ekki að geta dáið. Elsta heimild
um þennan stað og þjóðtrú honum tengda er frá 17. öld í riti eftir
Thomas Bartholin.8 Þótt Hvanndalir séu ekki nefndir beinlínis, er
vafalítið átt við Ódáinsakur þar, enda ekki kunnugt um slíkan stað í
Héðinsfirðinum sjálfum. Árni Magnússon handritasafnari var aðstoðar-
maður Bartholins, og gæti þessi vitneskja verið komin frá honum með
einhverjum hætti, en ekki hef ég fundið þetta í ritum Árna. Hugsanlegt
er, að meira gæti verið um þetta í uppskriftasöfnum Bartholins í Kon-
unglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.9 Ekki er hægt að útiloka þann
möguleika, að Árni Magnússon hafi notað glötuðu handritin að Saxa-
skýringum Brynjólfs biskups og þar hafi verið sagnir um Ódáinsakur
í Hvanndölum. Orð Jóns lærða sem tilfærð voru hér að framan: ‘Eigi
hef eg . . . lesid’, gætu bent til að Brynjólfur hafi þekkt einhverjar sagnir
um Ódáinsakur, en þetta verður þó ekki annað en tilgáta, nema fleiri
heimildir komi í leitirnar. í bókinni íslenzkir Hafnarstúdentar eftir
Bjarna Jónsson frá Unnarholti er stúdentum raðað í tímaröð eftir inn-
ritunardegi, en enginn er þar finnanlegur á þessum árum, sem er lík-
legur til að vera kunnugur á þessum slóðum, en fleiri hafa verið í Höfn
en stúdentar einir, og frá slíkum mönnum gæti þessi vitneskja verið
komin.
í dagbók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar í ÍB. 8, fol. s. 137
er ekkert um þjóðtrú á Hvanndölum aðeins minnst á jurtir, en svo segir
við 18. september 1755:
0sten for Hiedensfiorden paa udpynkten af Næsset imellem den og
Olafsfiorden ligger Hvandalene, hvilke til foms har været beboet:
8 Thomas Bartholin. Antiqvitatum Danicarum de causis contemptœ a Danis
adhuc gentilibus mortis libri tres. Hafniæ 1689. 587. Þessi póstur hljóðar svo í
íslenskri þýðingu doktors Jakobs Benediktssonar: ‘Til er líka staður á Islandi
norðanverðu í Vöðluþingi, í sveitinni Héðinsfirði, sem enn er kallaður Odáins-
akur; um hann höfðu margir nágrannanna þá hégómlegu trú, að þar gæti enginn
gefið upp andann, jafnvel þótt hann væri haldinn banvænum sjúkdómi, heldur
yrði að flytja hann út fyrir endimörk þessa staðar. Sagnir bæta því við að áður
fyrr hafi þessi staður verið fjölbyggður, en íbúarnir hafi allir yfirgefið hann, þar
sem hörmulegt hafi verið að þeir sem komnir voru í helstríð gátu ekki öðlast þau
ævilok sem þeir óskuðu sér.’ Þennan stað hef ég fundið eftir tilvísun í Orðabók
Grunnavíkur-Jóns í AM 433, fol.
9 [Kristian Kálund]. Katalog over de oldnorsk-islandske hándskrifter i det
store kongelige bibliotek og i universitetsbiblioteket. Kbh. 1900. 417-21.