Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 165
160
GRIPLA
en gefa upp öndina, vestur fyrir ána, svo þeir gætu sálazt, annars
hefði dauðastríð þeirra orðið endalaust, en ekki var þess getið, að
þetta hefði verið af völdum grasa þeirra, er þar uxu, og sá, sem
sagði mjer frá þessu, hafði ekki heyrt neitt um það, af hverju þessi
ódáinskraptur hefði stafað.
Stefán nefnir á undan og eftir þessum pósti frásögn Olaviusar,12 en hér
að ofan er eingöngu farið eftir ónefndum sögumanni, og er þessi sögn
mjög lík sögninni hjá Bartholin, en fremur lítil von er til þess að
samband sé á milli. Hér gætir ekki heldur áhrifa frá Jóni Árnasyni,
því að þar er fylgt Olaviusi, að grös valdi þessum eiginleikum staðar-
ins og að auki er Ódáinsakur á röngum stað. Sumarið 1941 var Stein-
dór Steindórsson þarna á ferð, en fann ekki fremur en Stefán þær
plöntur, sem Olavius fann þar, og telur Steindór, að eftir staðháttum
að dæma sé óhætt að fullyrða, að þær hafi aldrei vaxið þarna. Steindór
fylgir alltaf þeirri sögn Olaviusar, að grös valdi þessum ‘ódáinskrafti’.13
Þorsteinn Jósepsson getur Ódáinsakurs í Hvanndölum og fer þar að
líkindum eftir Steindóri, en þó gæti vitneskja hans verið runnin frá
einhverjum heimildarmanni bókarinnar.14
í sagnasafni, sem Jóhannes Örn Jónsson, öðru nafni Örn á Steðja,
gaf út, er sagt frá Ódáinsakri í landi Engidals í Úlfsdölum vestan við
Siglufjörð. Þar er lík trú og á Ódáinsakri í Hvanndölum, enginn átti að
geta dáið þar og sögð saga því til staðfestingar. Þessum krafti áttu líf-
grös að valda. Frásögn þessi er komin frá Jóni Jóhannessyni fræði-
manni á Siglufirði (d. 1953).15 Um þennan Ódáinsakur í Engidal segir
Sigurjón Sigtryggsson á Siglufirði í bréfi til mín 9. nóv. 1978: ‘Auk
þess sem þar gat ekkert gefið upp öndina, hafði hann einnig lækninga-
mátt. Munnmælin herma, að þegar skepnur urðu veikar, var það
þrautaráð að koma þeim í Ódáinsakur, og batnaði þeim þá skjótt.
Enginn hefur þó getað sagt mér bein atvik, eða að nokkur hafi reynt
þetta á seinustu búskaparárum þar.’ Hér verður ekki meira um þennan
stað fjallað, enda eru kunnar eldri og meiri heimildir um Ódáinsakur
12 Stefán Stefánsson. För til Hjeðinsfjarðar og Hvanndala sumarið 1890.
(Andvari. 1893. 24-25.)
13 Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Um eyfirska útskaga. Ferðasögubrot frá
sumrinu 1941. (Lesbók Morgunblaðsins. 1942. 23-24.) Sami. Lýsing Eyjafjarðar.
Akureyri 1949. 187.
14 Þorsteinn Jósepsson. Landið þitt. Rv. 1966. 176.
15 Jóhþnnes] Örn Jónsson. Sagnablöð hin nýju. Rv. 1956. 197-198.