Gripla - 01.01.1980, Page 166
EINN ATBURÐUR OG LEIÐSLA UM ÓDÁINSAKUR 161
í Hvanndölum. Hugsanlegt er að trú á, að skepnur yrðu heilbrigðar í
Ódáinsakri í Hvanndölum, hafi líka verið til, þótt ekki séu kunnar
heimildir fyrir því, enda hefur jörðin verið í eyði frá því fyrir síðustu
aldamót eins og síðar segir.
Ég hef ekki gert leit að örnefninu Ódáinsakur víðar á íslandi, enda
vonlítið að finna gamlar heimildir um þjóðtrú á fleiri stöðum með því
nafni. Rétt er þó að geta, að í Noregi kemur fyrir orðmyndin Vdadens-
akr í jarðabók frá um 1400. Þetta orð hefur verið skýrt sem misritun
fyrir ‘Údáinsakr’,16 en raunar eru engar heimildir kunnar um þjóðtrú
á þessum stað.
Um Ódáinsakur í Hvanndölum þykir mér líklegast, að sögnin sem
getur um kraft jurtanna hafi ekki verið eins almenn og sú gerð, sem
fyrst er getið hjá Bartholin og seinna hjá Stefáni. Það styrkist við
nýlegar frásagnir tveggja kunnugra manna um þennan stað, en þar er
grasanna ekki getið. Þessar lýsingar sem eru efnislega samhljóða fara
hér á eftir. Helgi Guðmundsson fræðimaður á Siglufirði segir svo í
örnefnalýsingu Hvanndala skráðri um 1940:
Skammt inn frá bæ, fellur Hvanndalaá áðurnefnd; innan hennar
er og túnvöllur fagur, framhald þess itra, nefnist þar nú Akur.
Þar eru tóftir og talin þar hafi verið hjáleigan; aðrir segja þó bæinn
hafa þar first verið, en fluttan því enginn gat þar dáið! Mun hér
áður hafa nefnst: Ódáinsakur (24) og munnmæli þessi af því
komið.17
í bréfi til mín frá Sigurjóni Sigtryggssyni á Siglufirði dagsettu 26.
ágúst 1978 segir:
í gær átti ég símtal við þann mann sem ég veit kunnugastan á
Hvanndölum nú, Jón Ámason bónda á Syðri-Á í Ólafsfirði, en
hann er eigandi Hvanndala. Ekki hafði Jón neina sögu á takteinum
sem tengd væri ákveðnum mönnum eða atburðum, en sagði mér
að faðir sinn hefði sagt sér að um eitt skeið hefði verið byggð
16 O. Rygh. Norske Gaardnavne. Tredie Bind. Kria 1900. 43.
17 Helgi Guðmundsson. Örnefnalýsing úr Hvanndölum. Handrit í Bókasafni
Siglufjarðar. (Notað var ljósrit í Örnefnastofnun Þjóðminjasafns.) Þessi klausa er
birt með leyfi frá Óla J. Blöndal forstöðumanni Bókasafns Siglufjarðar í bréfi
dagsettu 27. nóv. 1978. Helgi þessi var fæddur 1881, en dó 1944. Sjá: Jfóhannj
Þforvaldssonj. Helgi Guðmundsson ættfræðingur. (Einherji. Blað framsóknar-
manna á Siglujirði. 11. tbl. 26. maí 1944.)
GriplalV 11