Gripla - 01.01.1980, Page 167
162
GRIPI.A
hjáleiga frá Hvanndölum sunnan við Hvanndalaá, í Ódáinsakri.
Frá þeim tíma væri sú munnmælasaga að í þessu hjábýli hefði
enginn getað dáið. Hefði þurft að flytja alla þá sem að dauða voru
komnir út fyrir ána til þess að þeir gætu fengið hina himnesku
vist. Þetta hjábýli mun hafa verið í byggð 1730-1750, eða þar
um bil.
Jón þessi Árnason er sonarsonur Jóns Guðmundssonar á Syðri-Á,
sem keypti Hvanndali á fyrsta áratug þessarar aldar, svo að varla er
nokkur maður þar kunnugri núna. Hvanneyrarhreppur keypti jörðina
árið 1896.18 Að sögn Bjarna Þorsteinssonar var orsökin: ‘með fram
eða eingöngu til þess að geta girt fyrir það, að mannabyggð hjeldist
lengur á þessum afskekkta, ófýsilega bústað.’19 Það sem segir um hjá-
býlið í Hvanndölum er komið úr Byggðasögu Siglufjarðar, sem Helgi
Guðmundsson skráði og varðveitt er í Bókasafni Siglufjarðar. Sama
heimild er einnig notuð af Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni er hann lýsir
Hvanndölum.20
Niðurstaðan af þessum samtíningi er sú, að heimild um þjóðtrú á
Ódáinsakri er kunn frá 17. öld og sögn um hann hefur einnig lifað
óháð bókum til vorra daga.
Þeir Ódáinsakrar, sem sagt er frá í Heiðreks sögu og Eiríks sögu
víðförla, eru ekki á sérlega aðgengilegum stöðum og í þann síðarnefnda
fóru menn gegnum dreka. Hér hefur áður komið fram, hve Hvanndalir
þóttu ófýsilegur bústaður. Þess vegna vekur það mikla furðu, að í
Landnámu er sagt, að deilur um Hvanndali hafi kostað 16 eða 17
menn lífið.21 Vilji menn nota hugarflugið er skýringin sú, að mönnum
hafi þá þegar verið kunn þau hlunnindi, sem voru af Ódáinsakri.
18 Ingólfur Kristjánsson. Siglufjörður. Siglufirði 1968. 59.
19 Bjarni Þorsteinsson. Siglufjarðarverzlunarstaður. Aldarminning. Rv. 1918. 9.
2° Byggðir Eyjafjarðar. I. Akureyri 1973. 113.
21 Landnáma. Rv. 1968. 244-247. (íslenzk fornrit. I.) Eiríkur Sigurðsson.
Héðinsfjörður og Hvanndalir. (Súlur. 1976. 7.) Þar kemur fram sú tilgáta, að með
Hvanndölum hafi verið átt við Héðinsfjörð og Hvanndali. Sú tilgáta er fremur
sennileg, því að Héðinsfjörður er ekki nefndur í Landnámu.
Séra Kolbeinn Þorleifsson benti mér á, að í bókatali úr Viðey frá 1397
em Lucidarius og Gemma animœ (ísl. fombréfas. IV. 111). — Gleymst
hefur, að frá Ludvig Holm-Olsen er komin viskan um brotin af Specu-
lum ecclesiœ og skal honum þakkað og öllum öðmm, sem aðstoðað
hafa. [Viðbót í próförk.]