Gripla - 01.01.1980, Page 178
finnur magnússon: skjalasafn á íslandi 173
og sumarið 1812 sigldi hann til Kaupmannahafnar að nýju. Jón Ólafs-
son föðurbróðir hans var þá andaður, en þar voru fyrir tveir fræðimenn,
Grímur Thorkelín og Birgir Thorlacius — sá síðarnefndi orðinn gamall,
svo að öll þörf var nýrra og yngri liðsmanna.
I Kaupmannahöfn hófst ævistarf Finns við fornfræðarannsóknir.
Hann var ráðinn til að ljúka við veglega Edduútgáfu og var það upp-
hafið að frama hans í Danmörku. Hann kynntist Johan Bulow, dönskum
auðmanni, og að hvötum hans hóf Finnur að flytja fyrirlestra um
norræna fornfræði. Þá gerðist hann hirðskáld Friðriks konungs VI og
drottningar hans, og fór vegur hans brátt vaxandi og verður það ekki
rakið hér. Hann varð leyndarskjalavörður eftir að Grímur Thorkelín
féll frá og reyndist þar hinn nýtasti maður, svo að á þeim vettvangi
biðu hans svipuð störf og hann hefði viljað leysa af hendi heima á
Islandi, ef þær tillögur hefðu náð fram að ganga sem hann reifaði í
greinargerð þeirri sem hér fer á eftir.
Þegar Finnur Magnússon kom til Kaupmannahafnar um aldamótin
1800 var rómantíska stefnan að hefja innreið sína í danskt menningarlíf.
Skáldið Oehlenschláger var fánaberi hennar og hann sótti sér oftar en
ekki fyrirmyndir í íslenskar fornbókmenntir. Það ásamt fleiru dró
athygli manna að íslandi og menningararfi þess, og í tillögum Finns og
greinargerð um söfnun handrita og þjóðminja slær hann á þá strengi
sem líklegastir voru til að hljóma svo að eftir yrði tekið. Hann vill láta
gæta hins forna menningararfs á íslandi betur, og það þarf varla að
draga í efa að Finnur hefir hugsað sér það starf að safna og koma á
fót þeim söfnum sem hann ræðir um. Greinargerðin ber þess vott að
hann hefir verið nákunnugur skjalasöfnum helstu embættanna á íslandi,
t. a. m. skjalasöfnum stiftamtmanns og amtmannanna, biskupsstólanna,
alþingis, landfógeta og landsyfirréttar og vitneskjan sem lesandinn fær
um hvernig að þessum skjalasöfnum er búið er góðra gjalda verð.
Söfnun handrita á íslandi var ekki nýtt fyrirbæri. Að vísu hafði
handritasöfnun að boði stjórnvalda ekki átt sér stað í meira en hálfa
öld, þegar þetta var ritað, en einstaklingar jafnt erlendir sem innlendir
héldu hér áfram við handritasöfnun. Má þar til nefna þá Otto Thott og
P. F. Suhm, og eru handritasöfn þeirra varðveitt í Kaupmannahöfn. Þá
má nefna Sir Joseph Banks, sem fékk um 40 handrit frá íslandi með
tilstuðlan Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns. Þetta gerðist á síðari hluta
18. aldar. Og um það leyti sem Finnur Magnússon skrifaði þessar til-
lögur var hér á landi danskur maður að nafni Rasmus Chr. Rask. Hann