Gripla - 01.01.1980, Page 179
174
GRIPLA
eignaðist um 100 íslensk handrit, og er talið að hann hafi náð í mestan
hluta þeirra þegar hann var á íslandi 1813-1815.
Ættmenn og frændur Finns Magnússonar höfðu einnig lagt nokkra
rækt við handritasöfnun, og má þar nefna Finn biskup Jónsson afa
Finns Magnússonar og Hannes móðurbróður hans. Eftir að Bók-
menntafélagið komst á legg eignuðust báðar deildir þess handritasöfn,
og var safn Hafnardeildar stærra. Sjálfur gerðist Finnur mikill handrita-
safnari, en það sannaðist á honum að ‘það sem mest hann varast vann’
kom yfir hann, þegar hann seldi úr búi sínu handrit til Bretlandseyja
til Advocates Library í Edinborg og British Museum í London, og
einnig fóru handrit frá honum til Oxford. Þetta hefir löngum verið lagt
Finni til lasts, en þá er hinu ósvarað hvar þau væru nú niður komin ef
hann hefði ekki safnað þeim og komið í öruggar hendur.
Söfnun íslenskra þjóðminja hófst á síðari hluta 19. aldar fyrir atbeina
séra Helga Sigurðssonar og Sigurðar málara Guðmundssonar, en tæpast
er hægt að tengja það við tillögur Finns. Söfnun opinberra bóka og
skjala hefst ekki fyrir alvöru fyrr en dr. Jón Þorkelsson landsskjala-
vörður hófst handa um söfnun þeirra um aldamótin 1900. Þá voru
liðnir nær 9 tugir ára frá því Finnur kom fram með tillögur sínar. Ekki
þarf að fara í neinar grafgötur um að sitthvað hefir farið forgörðum á
þeim tíma. Að vísu var safnað saman skjölum nokkurra embætta á
dómkirkjuloftið í Reykjavík, en um kerfisbundna söfnun skjala var ekki
að ræða, heldur nánast það að embættin í Reykjavík komu þar fyrir
þeim skjölum sem þau þurftu ekki að hafa við höndina til daglegra
nota. Engum getum verður að því leitt hvað hefði bjargast ef Finnur
Magnússon eða einhver jafnoki Jóns Þorkelssonar forna hefði hafist
handa um söfnun skjala og stofnun skjalasafns á öðrum tugi 19. aldar,
en vel má geta sér þess til, að þá væri t. a. m. meira til af skjölum úr
norður og austuramtinu, en það safn brann 1873 norður á Möðruvöll-
um í Hörgárdal, eins og kunnugt er.
Finnur víkur að gömlu og nýju meini sem alltaf loðir við, og það
er að embættismenn fari með skjöl embættisins eins og þau séu þeirra
eign og þeir þurfi ekki að standa skil á þeim. Sá hugsunarháttur hefir
komið margri heimildinni fyrir kattarnef, og þar mun að finna skýr-
inguna á því að tilviljun hefir oftar en ekki ráðið hvað varðveist hefir.
Það leið ekki á löngu áður en ný hugmynd um stofnun safns á
íslandi sá dagsins ljós, og í þetta skipti var höfundurinn aðalritari