Gripla - 01.01.1980, Side 192
ÞJÓÐSAGNASÖFNUN OG ÞJÓÐFRELSISHREYFING 187
gátu þeir gert heldur betur en að halda þokkalega í við stjórnmála-
þróunina í Danmörku.
Það var ekki fyrr en með þjóðfrelsishreyfingunni, að rómantíska
stefnan gat farið að festa hér rætur, enda þótt einstakir menn eins og
t. d. Jón Espólín sýslumaður og sagnfræðingur, sem þýddi Ossian-
kviðurnar, eitt höfuðrita rómantísku stefnunnar, hefðu orðið snortnir
af henni fyrr. Undir merkjum rómantísku stefnunnar var barátta þjóð-
frelsishreyfingarinnar háð hérlendis eins og víðar um Evrópu.
Mönnum kann að virðast það undarlegt, að jafn ólíkir einstaklingar
og Finnur Magnússon prófessor og Jón Sigurðsson forseti skuli báðir
hafa orðið til þess að veita söfnun munnmælasagna brautargengi. Þetta
verður þó skiljanlegt, þegar það er haft í huga, að báðir hölluðust
þeir að rómantísku stefnunni, en undir merkjum hennar var baráttan
fyrir jákvæðu mati á þjóðfræðum háð á 19. öld. Raunar var það svo,
að rómantíska stefnan ætlaði varla að duga íslenskum þjóðfræðum.
En rómantíska stefnan hafði orðið fyrri til að skjóta rótum í andlegu
lífi dönsku þjóðarinnar en hinnar íslensku, og Kaupmannahöfn var
höfuðborg íslands á dögum Finns Magnússonar. Þess vegna var það
engin tilviljun, að frumkvæðið að fyrstu skipulögðu munnmælasagna-
söfnuninni hérlendis skyldi koma frá Danmörku. Hitt kann að virðast
undarlegt, að það var Konunglega fornfræðanefndin, — í henni var
Finnur Magnússon prófessor —, en ekki Hið íslenska bókmenntafélag,
sem stóð að söfnuninni. Var það samt stofnað árið 1816, ári fyrr en
Fornfræðanefndin tók til við að skipuleggja söfnunina. Þetta verður
skiljanlegt, þegar þess er gætt, að hjá Fornfræðanefndinni var sagnasöfn-
unin eins konar aukageta söfnunar fróðleiks um fornleifar. Orðalag 10.
liðs spurningaskrárinnar, sem samin var 1817: ‘sögusagnir meðal almúg-
ans um fornmenn, (aðrar en þær sem til eru í rituðum sögum) merkileg
pláts, fornan átrúnað eður hjátrú á ýmsum hlutum, sérlega viðburði
o. s. frv., einkum nær þær viðvíkja slíkum fornaldarleifum,’1 tengdi
sagnasöfnunina skýrslugerðinni um fornleifar á eðlilegan hátt. Það
getur líka verið, að Finni Magnússyni hafi fundist þetta ráðlegast,
annars gæti allt orðið óvissara um svörin hjá upplýsingarsinnaðri
prestastétt landsins. En hvað sem fyrir Finni hefur vakað, urðu undir-
tektir prestanna heldur dræmar og margir gerðu athugasemdir í upp-
lýsingartón um rénandi hjátrú almúgans og uppdráttarsýki í munn-
1 Sjá Lovsamling for Island VII (Kjöbenhavn 1857), bls. 660.