Gripla - 01.01.1980, Side 193
188
GRIPLA
mælasögum.2 Að sumu leyti var þetta rétt, t. d. voru tröllasögur þá
mjög komnar á fallandi fót, en í heild var þetta rangt eins og margir
þjóðsagnasafnarar áttu eftir að sanna allt fram á þessa öld. Tvennt
hefur því komið til. Annaðhvort hafa prestarnir, a. m. k. sumir hverjir,
spurt þannig að alþýða manna hefur ekki viljað svara eða þá að þeim
hefur ekki þótt þess virði að skrá þennan sagnafróðleik.
Hið íslenska bókmenntafélag stóð að annarri skipulögðu tilrauninni
til að safna munnmælasögum hérlendis. Árið 1839 sendi það Spurn-
ingar til sóknalýsinga presta og prófasta á íslandi, og 69. spurningin
hljóðaði svo: ‘Eru nokkrar fornsögur manna á milli og hverjar? eður
fáheyrð fornkvæði og hver?’3 Orðalag spurningarinnar hefur getað
valdið misskilningi og menn því ekki alltaf skilið, hvort við væri átt
ritaðar sögur eða munnmælasögur, en engu að síður varð nokkur
árangur af þessari tilraun. En enn var langt í land, að íslenskir mennta-
menn væru yfirleitt orðnir sannfærðir um gildi rækilegrar söfnunar
þjóðkvæða og munnmælasagna. Afstaða þeirra skipti hins vegar höfuð-
máli eins og Jón Ámason átti eftir að sannreyna síðar. Ástæðan til þess
var sú, að menntamennirnir áttu langhægast með að bindast samtökum,
enda íslensk borgarastétt enn lítt komin á legg. Við latínuskólann á
Bessastöðum og síðar við Lærða skólann í Reykjavík og Kaupmanna-
hafnarháskóla hittust hinir verðandi menntamenn og fengu þar mörg
tækifæri og góð til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Af tækifærun-
um veitti víst ekki, því að á menntamönnunum hvíldi mikil ábyrgð
varðandi stefnumörkun og skipulagningu stjórnmála- og menningar-
baráttu vaknandi þjóðar. Fátt þótti þessum menntamönnum sér óvið-
komandi um íslenskt þjóðlíf, og árið 1838 birtist athyglisverð rit-
stjómargrein í Fjölni, m. a. um gildi þjóðfræða. Hvöttu greinarhöf-
undar, — en annar þeirra var sennilega Jónas Hallgrímsson —, til að
‘prestar og aðrir fróðleiksmenn, sem hægast eiga aðstöðu, tækju sig til,
og lægju út fyrir allt þessháttar, hvur í kringum sig, léti skrifa það upp,
og kæmu því so á óhultan samastað, sosem t. a. m. í bókasafnið í
Reykjavík, so það glatist ekki héðan af, sem enn er til.’4 Brýndu þeir
2 Sveinbjörn Rafnsson hefur búið skýrslur þessar undir prentun fyrir Stofnun
Arna Magnússonar á Islandi undir heitinu Frásagnir um fornaldarleifar 1817-
1823, og eru þær nú í prentun.
3 Sjá Hið íslenska bókmenntafélag. Stofnan félagsins og athafnir um fyrstu
fimmtíu árin 1816-1866 (Kaupmannahöfn 1867), bls. 78.
4 Fjölnir (Fjórða ár. Kaupmannahöfn 1838), bls. 13.