Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 194
ÞJÓÐSAGNASÖFNUN OG ÞJÓÐFRELSISHREYFING 189
svo landa sína með því, sem þeir héldu, að helst mundi bíta: ‘Sona
voru einusinni á hrakningi kvæðin, sem nú eru komin í Eddu og allar
þjóðir öfunda okkur af.’5 Að lokum klykktu greinarhöfundar út með
því að benda á vaxandi álit merkismanna víða um Evrópu á þjóðfræð-
um. Ekki vita menn nú til neinna safna, sem beinlínis eiga rætur sínar
að rekja til þessarar brýningar, en ekki er ég grunlaus um, að þetta hafi
orðið til að vekja suma til umhugsunar og jafnvel athafna. Frá því um
1840 eru nefnilega til nokkur söfn munnmælasagna, sem bændur og
vinnumenn skráðu.
Árið 1845 gerðist það svo, að Jón Árnason og Magnús Grímsson
(1825-1860), báðir Bessastaðamenn, hófu söfnun þjóðfræða, og árið
eftir tók Hið konunglega norræna fornfræðafélag í sama streng. Svo
hefur löngum verið talið, að ákvörðun þeirra vinanna hafi verið mikil-
vægari en boðsbréf Fornfræðafélagsins, því að hún reyndist upphafið
að mikilli og afdrifaríkri söfnun þjóðfræða, en söfnun Fornfræðafélags-
ins varð aldrei mikil að vöxtum. Samt hefur varla getað hjá því farið,
að boðsbréf félagsins hafi styrkt þá félagana.6 Samkvæmt óyggjandi
heimildum fengu þeir Jón og Magnús hugmyndina að söfnun sinni af
lestri hins margfræga ævintýrasafns Grimmsbræðra, Kinder- und Haus-
márchen, en þeir þekktu til söfnunar munnmælasagna í Danmörku og
líklega einnig í Noregi. Væri það ómaksins vert að gera frekari grein
fyrir þekkingu þeirra á evrópskum þjóðsagna- og ævintýrasöfnum,
hugsanlegum áhrifum þessara safna á söfnun og útgáfu Jóns og Magn-
úss og hugmyndum þeirra félaga um munnmælasögur yfirleitt. Árið 1852
gáfu þeir Jón og Magnús svo út lítið safn sagna og þjóðkvæða, sem
þeir kölluðu íslenzk æfintýri, en fáir tóku þeim vel af áhrifamönnum.
Einn þeirra fáu var Jósep Skaftason læknir, og komst hann m. a. svo
að orði um munnmælasögumar í safninu: ‘Eg fyrir mitt leyti óska, að
sögumar væm vel valdar, og ekki væri tekinn allur skollinn, því eigi
þau (þ. e. Æfintýrin, HÖE) að lýsa ‘skáldskap þjóðarinnar’, þá verða
þau að innihalda skáldlega þanka.’7 Sr. Sigurður Gunnarsson varði
Æfintýrin,8 og í sama streng tók Þorvaldur Sívertsen umboðsmaður í
Hrappsey. í bréfi til Jóns Ámasonar, dagsettu 20. apríl 1852, getur
s S. st.
6 Boðsbréfið er prentað í Antiqvarisk Tidskrift (Tredie Hefte. Kjöbenhavn
1845), bls. i-viij.
7 Sbr. Úr fórum Jóns Árnasonar (Reykjavík 1950) I, bls. 32.
8 Sbr. Úr fórum Jóns Árnasonar I, bls. 31.