Gripla - 01.01.1980, Side 195
190
GRIPLA
hann þar að auki um ástæðurnar til þess, að sumir höfðu andúð á
Æfintýrunum: ‘Suma, enda þá heldri og lærðu, hefi eg heyrt setja það
helst út á þau, að þau glæddu álfa- og draugatrú, sem annars hefði nú
verið í andarslitrunum, en það get eg ekki haldið.’9 En þrátt fyrir upp-
örvunarorð sr. Sigurðar og Þorvalds og betri viðtökur landa í Kaup-
mannahöfn við Æfintýrunum en hér innanlands lögðu þeir Jón og
Magnús að mestu árar í bát næstu árin.10 Árið 1858 varð á þessu mikil
breyting við komu þýska lögfræðiprófessorsins dr. Konrad Maurers
hingað til lands, enda var Maurer hinn mesti áhugamaður um munn-
mælasögur. Sumarið 1858 ferðaðist hann víða um land og safnaði þeim
allt hvað af tók, og veittist honum það létt enda bæði almæltur á ís-
lensku og kunni vel að segja frá. Safn sitt þýddi Maurer á þýsku og
kom það út í Leipzig árið 1860.11 Söfnun Maurers og loforð hans um
liðveislu hjá þýskum útgefendum við útgáfu á væntanlegu safni Jóns
Árnasonar hleypti nýju fjöri í Jón, — Magnús Grímsson átti þá
skammt ólifað —, og haustið 1858 samdi Jón Hugvekju um alþýðleg
fornfræði og sendi hana nær 40 mönnum, aðallega prestum, en einnig
nokkrum fræðimönnum í bændastétt.12 Sem kunnugt er lét árangurinn
lítt á sér standa.
Mönnum hefur sem von er orðið mjög starsýnt á hinn skjóta og
ágæta árangur Jóns Ámasonar á áranum 1858 til 1864. Sá árangur
var auðvitað Maurer mjög að þakka. Víðtækt söfnunarstarf hans, ekki
síst ferðir hans víða um land, og útkoma safnsins hefur hvorttveggja
vakið marga til vitundar um gildi íslenskra munnmælasagna, eins og
Maurer ætlaðist til.13 Má benda á, að sumir sem söfnuðu fyrir Maurer
studdu einnig Jón Ámason. Þá er það líklegt, að íslenskir menntamenn
0 Sbr. Úr fórum Jóns Árnasonar I, bls. 32.
10 Sbr. formála Jóns Árnasonar að íslenskum þjóðsögum og ævintýrum I,
bls. xx. Ný útgáfa. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna.
Reykjavík 1954.
11 Islándische Volkssagen der Gegenwart. Vorwiegend nach múndlicher Úber-
lieferung gesammelt und verdeutscht von Dr. Konrad Maurer. Leipzig 1860. —
Eftir dr. Konrad Maurer hefur einnig verið gefið út rit um þjóðsögur: Die bayeri-
schen Volkssagen von Konrad Maurer. Múnchen 1859.
12 Prentuð í Norðra 13-14, 1859, bls. 56.
13 I bréfi til Jóns Árnasonar 9. okt. 1859 (Ny kgl. saml. 130, 4to) kemst Maurer
svo að orði m. a.: ‘Die Sammlung wird 10-12 Bogen fúllen, und theils dieses ge-
ringeren Umfanges wegen theils weil sie in Deutscher Sprache erscheint, meine ich
dass sie eine ganz gute Vorbereitung fúr die Aufname Ihres Unternemens beim
Publicum bilden soll.’