Gripla - 01.01.1980, Side 196
ÞJÓÐSAGNASÖFNUN OG ÞJÓÐFRELSISHREYFING 191
hafi gert sér betri grein fyrir gildi munnmælasagnanna, þegar þeir fréttu
af góðum viðtökum safns Maurers hjá fjölda erlendra blaða og tíma-
rita, m. a. í franska tímaritinu Revue des deux mondes.14 Varla hefur
Jón Amason farið að liggja á þeim fréttum frá Maurer. Aðstoð
Maurers við að koma íslenskum sögnum og ævintýrum á prent hjá
virðulegu forlagi í Leipzig skipti einnig höfuðmáli eins og á stóð. Það
er einkar ólíklegt, að Jón Arnason hefði á þessum árum fengið íslenska
útgefendur til að gefa út safn munnmælasagna, síst jafnstórt og þýski
útgefandinn Rost lofaði að gefa út. En það var heldur ekki auðvelt að
gefa 80 arka safn íslenskra þjóðfræða út í Þýskalandi með hagnaði.
Hann var mjög óviss.15
En margt hafði líka breyst á tiltölulega fáum ámm. Prestarnir, sem
urðu Jóni Árnasyni drýgstir við að safna til Leipzigútgáfu íslenskra
þjóðsagna og ævintýra, voru margir hverjir skólabræður Jóns og Magn-
úss. Yfirleitt vom langflestir skrásetjarar Jóns Ámasonar úr hópi
lærðra manna fæddir um eða eftir að kreppu og einangrun Napóleons-
styrjaldanna lauk, og um marga skrásetjara úr bændastétt var líkt á
komið. Þá má heldur ekki gleyma því, að hinir latínuskólagengnu skrá-
setjarar Jóns Ámasonar hafa væntanlega átt auðveldara með að færa
í stílinn en margar fyrri kynslóðir þeirra. I Bessastaðaskóla voru í
fyrsta skipti, svo vitað sé, íslenskar stílæfingar tvisvar í viku, a. m. k. í
neðri bekk. Þar að auki óx mönnum drjúgum leikni í ritun móðurmáls-
ins í grískutímum málsnillingsins Sveinbjarnar Egilssonar, að því er
mörgum hefur borið saman um.16
Hve nærri standa textarnir í íslenzkum æfintýmm og íslenskum
þjóðsögum og ævintýmm munnmælunum sjálfum? í formála Jóns og
14 Bók Maurers var vel tekið m. a. í hinu þekkta franska tímariti Revue des
deux mondes sbr. eftirfarandi orð í bréfi Maurers til Jóns Arnasonar (í Ny kgl.
samling, utilg. 130, 4to) 24. júní 1860: ‘Vielleicht interessirt es Sie als ein Pro-
gnosticon dessen was Ihrem eigenen Werke bevorsteht, dass mein Buch in einer
Reihe von Journalen mehr oder minder eingehend besprochen worden ist, am
ausfiihrlichsten und mit warmer Theilname in der Pariser Revue des deux
mondes.’
15 Sbr. bréf Maurers til Jóns Árnasonar (í Ny kgl. saml. 130, 4to) 29. maí 1861:
‘Der Verleger ist vertragsmassig gebunden, 80 Druckbogen zu drucken, nicht mehr,
und hat mir auch bereits wiederholt ganz bestimmt erklart, dass er auf mehr sich
nicht einlasse, da der buchhandlerische Erfolg des Unternemens immerhin ein sehr
problematischer sei.’
16 Saga Islendinga (Sjöunda bindi. Samið hefur Þorkell Jóhannesson. Reykja-
vík 1950), bls. 381 og 383.