Gripla - 01.01.1980, Side 197
192
GRIPLA
Magnúss að íslenzkum æfintýrum 1852 er tekið fram, að útgefendum
hafi einkum verið það ‘hugfast, að aflaga ekkert í meðferðinni, heldur
segja það með sömu orðunum, og tíðast er manna á meðal.’17 Þegar
efnt var til nýrrar söfnunar haustið 1858 hefur Jón Árnason líklega
hugsað sem svo, að skrásetningarmálið þyrfti engrar nýrrar athugunar
við, heldur gætu íslenzk æfintýri verið mönnum til leiðbeiningar um
skráningu munnmælasagnanna. Afleiðingin varð svo sú, að í Hugvekju
um alþýðleg fornfræði 1858 bað hann menn einungis að skrá ‘eftir
manna minnum.’ Hins vegar hefur hann komist að því, þegar söfnunin
var komin vel á veg, að ekki mætti við svo búið standa. Þess vegna lét
hann í ljós þá ósk í Hugvekju um alþýðleg fornfræði árið 1861, að
‘safnendur taki sem næst verður komist frásögn sögumanna, en kvæðin
orðrétt eftir þeim, án þess neitt sé úr fellt eða í aukið, nema annar
viti gjör eða greinilegar, sem þá yrði að geta sér í lagi.’18 Þetta er skýr-
lega orðað svo langt sem það nær. í því felst, að skrásetjarar eigi að
bera fyllstu virðingu fyrir gerðum og afbrigðum munnmæla hvers
sagnamanns. Með samanburði þessara óska við ábendingar og tillögur
Grimmsbræðra og breska þjóðsagnafræðingsins Georges Stephens má
glöggt sjá, að ekki hafa þeir Jón og Magnús staðið hinum útlendu þjóð-
sagnafræðingum að baki í kröfuhörku um tryggð skrásetjara við frá-
sagnarhátt sagnaþulanna.19 En hvað þá um orðalagið og setninga-
skipunina? í því sambandi er rétt að taka það fram, að heimildir skortir
um, hvort Jón Árnason, Magnús Grímsson og skrásetjarar Jóns hafa
skráð orðrétt eftir sagnamönnum jafnharðan og þeir sögðu frá eða þá
rétt á eftir. Maurer gerði hvorttveggja. Það er heldur ekki vitað með
fullri vissu, hvort munnmælasögur, sem menn skráðu eftir eigin minni,
eru til í frumgerð eða þá í misjafnlega mikið breyttri hreinskrift. Þetta
er slæmt, því að fyrir bragðið er illt að gera sér grein fyrir, hve text-
arnir standa nærri talmáli. Auðvitað mætti gera ráð fyrir því, að text-
arnir sem óskólagengnir menn skráðu eftir eigin minni, stæðu eða ættu
að standa næst raunverulegum frásagnarhætti að öðru jöfnu. Illt er
samt að trúa því bókstaflega, því að þessir skrásetjarar þekktu vel
íslenskt ritmál í ýmsum myndum bæði af eigin lestri, upplestri og
rímnakveðskap engu síður en hinir háskólagengnu. En frásagnarháttur
17 Sjá bls. iv.
18 íslendingur 2. ár nr. 12, bls. 93.
19 Sbr. grein Hallfreðar Arnar Eiríkssonar ‘Að aflaga ekkert í meðferðinni’ í
Ólafskrossi, Reykjavík 1980, bls. 24-26.