Gripla - 01.01.1980, Page 198
ÞJÓÐSAGNASÖFNUN OG ÞJÓÐFRELSISHREYFING 193
sagnamannanna var ekkert venjulegt talmál, að því er ætla má, heldur
stílfærðasti þáttur þess.
Þegar Islenskar þjóðsögur og ævintýri, sem Jón Árnason hafði
safnað, komu út á árunum 1862-1864, hafði þjóðfrelsishreyfingin eflst
mjög frá því að Jón og Magnús hófu þjóðfræðasöfnun sína. Af þeim
sökum væri forvitnilegt að athuga, hvort nokkurt samband gæti verið
milli ágæts árangurs söfnunar Jóns og eflingar þjóðfrelsishreyfingar-
innar. Freistandi er að benda á þjóðfræðasöfnunina 1845-1852 og
sóknina í þjóðfrelsismálunum 1845-1851 í þessu sambandi. Svo er
eins og áhugi á söfnun þjóðfræða fari aftur vaxandi seinast á 6. ára-
tugnum, þegar þjóðfrelsishreyfingin fór að sækja í sig veðrið á ný. En
þetta verður auðvitað aldrei fullsannað. Á hinn bóginn er auðvelt að
rekja þræði milli þjóðfrelsishreyfingarinnar og söfnunar Jóns Árna-
sonar upp úr 1858. Margir þeirra sem stóðu í fylkingarbrjósti hinna
þjóðlegu afla, studdu Jón Árnason með ráðum og dáð. Þar má nefna
Arnljót Ólafsson og Guðbrand Vigfússon, sem báðir voru um árabil í
forstöðunefnd Nýrra félagsrita. Þá koma þjóðfundarmennimir sr. Sig-
urður Gunnarsson, sr. Sveinn Níelsson og Páll Melsted sagnfræðingur.
Ekki má heldur gleyma sr. Eiríki Kúld, Runólfi M. Ólsen umboðs-
manni á Þingeyrum og Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum. Væri fróðlegt
að huga nánar að skrásetjendahóp Jóns Árnasonar frá þessu sjónar-
miði, þó að heimildaskortur mundi að vísu setja þeim rannsóknum
ákveðnar skorður. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma ritdómi Jóns
Sigurðssonar, oddvitans sjálfs, um þjóðsagna- og ævintýrasafn Maurers
í Nýjum félagsritum árið 1860.20 Þar kemst forseti m. a. svo að orði:
‘Látum vera, að mörg trú sé hjátrú og hindurvitni; vér getum ekki að
því gjört, að oss finnst þessi trú vera samfara einhverju andlegu fjöri,
og skáldlegri tilfinningu, sem ekki finnst hjá þeim, er þykjast svo upp-
lýstir að trúa engu.’21 Síðar í ritdómnum ræðir forseti um munnmæla-
sögurnar m. a. á þessa leið: ‘Enginn sá, sem les ‘alþýðusögur’ Maurers,
getur annað en sannfærst um, að sú þjóð, sem er svo auðug í þeirri
grein, megi hafa mikið sálarafl og fjölhæfar andlegar gáfur, en þetta
er bæði oss til sæmdar og höfundinum einnig, því það sýnir, að hann
hefir ekki farið í geita hús að leita ullar; hann hefir bæði kunnað að
leita sér efnis og að fara með það.’22
20 Álit um ritgjörðir. Ný félagsrit (Kaupmannahöfn 1860), bls. 190-200.
21 Ný félagsrit (1860), bls. 191-192.
22 Ný félagsrit (1860), bls. 196.
GriplalV 13