Gripla - 01.01.1980, Page 199
194
GRIPLA
Svo fór áhugi manna á munnmælasögum og öðrum þjóðfræðum sjálf-
sagt nokkuð eftir kynslóðum. Árið 1860 getur Maurer um vaknandi
áhuga hinnar ungu kynslóðar á því sem hann kallar ‘sögur tengdar
átthögunum’23 og skilningi yngri prestanna á þörfum safnaranna. Jón
Árnason tók mjög í sama streng.24 Þakkar Maurer þennan áhuga áróðri
Hins íslenska bókmenntafélags og Hins konunglega norræna fomfræða-
félags.25
Sem að líkum lætur er erfitt að meta nákvæmlega gildi stuðnings
Jóns Sigurðssonar forseta við söfnun Jóns Árnasonar. Sama máli gegnir
einnig um þá ákvörðun Bókmenntafélagsins að kaupa allt að 1000
eintökum af væntanlegu safni Jóns Árnasonar, því að hún skipti hvorki
sköpum um útkomu þess né stærð, en hvorttveggja var ráðið snemma
árs 18 5 9.26 Ekki má samt ganga framhjá því, að ákvörðun Bókmennta-
félagsins hefur vafalaust tryggt meiri og skjótari útbreiðslu safnsins hér
á landi en annars hefði mátt búast við. Jón Sigurðsson vonaðist til, að
með útgáfunni ‘mundi maður fá ógrynnis fjölda fleiri af þesskonar
sögum,’ eins og hann komst að orði í bréfi til Maurers 3. sept. 1860.27
Svo má auðvitað líta á samning Bókmenntafélagsins við þýska útgef-
andann sem nokkurs konar baktryggingu fyrir útkomu safnsins, þó að
aldrei reyndi á það. Hver áhrif ritdóms forseta og ákvörðun Bók-
menntafélagsins um kaupin hafa getað orðið á söfnun Jóns Árnasonar
og hans manna frá því 1860 og þangað til að fullsafnað var til seinna
bindis safns Jóns Árnasonar, er hins vegar vandséð og þyrfti nánari
rannsóknar við. Samt má örugglega gera ráð fyrir því, að hvorttveggja
hafi orðið mönnum ómetanleg hvatning til að duga nú sem best. Um
hitt má svo lengi brjóta heilann, hvers vegna Jón Sigurðsson forseti
og hans menn studdu ekki Jón Árnason fyrr, t. d. þegar Jón og Magnús
voru að koma íslenzkum æfintýrum á prent. í því sambandi má geta
þess, að íslenzkum æfintýrum var betur tekið af löndum í Kaupmanna-
höfn en hérlendis, og Kaupmannahafnardeild Bókmenntafélagsins var
þá og lengi síðan valdameiri en Reykjavíkurdeildin. En Jón Sigurðsson
23 I formála sínum að Islandische Volkssagen der Gegenwart, bls. ix notar
Maurer orðasambandið ‘die heimatliche Sage.’
24 Sbr. formála Jóns Arnasonar að Islenskum þjóðsögum og ævintýrum I
(Reykjavík 1954), bls. xix-xx.
25 Sbr. Islándische Volkssagen der Gegenwart bls. ix.
28 Sbr. bréf Maurers til Jóns Arnasonar í Ny kgl. saml. 130, 4to, dagsett 25.
mars 1859.
27 Sbr. Bréf Jóns Sigurðssonar — Úrval — (Reykjavík 1911), bls. 294.