Gripla - 01.01.1980, Síða 205
200
GRIPLA
Léite við álfheimafólk, og allra helzt við álfakónginn Iubdán. Tuath
Luchra er eiginlega landsheiti á álfheimum í írskum sögum, og er því
rétt að hafa það orð með stórum upphafsstaf. Ég tek þann kost að hafa
endursögnina ekki með allra stytzta móti, en þó verða vitaskuld mörg
minni háttar atriði út undan:2
Fergus mac Léite mic Rudraige, kóngur Rudraig-inga (þ. e. Úlaztírs-
manna), efndi eitt sinn til veizlu mikillar á kóngsgarðinum Emain
Macha. Samtímis hélt einnig veizlu Iubdán mac Abdáin Alfheima-
kóngur. Lýst er upphafi þeirrar veizlu, en í henni er Iubdán kóngur hinn
ánægðasti með sig, litast um, og fer í mannjöfnuð. Spyr hann hvar
nokkur viti ágætara kóng sem hafi hjá sér ágætari kappa en hann, og
telur hann fram í slíkri spurningaþulu margt ágæti ríkis síns. Skáld hans
og spekingur (ollam), Eisirt að nafni, fær nú ekki stillt sig um að hlæja
að þessu, og er hann neyddur til að standa fyrir máli sínu. Hann kveðst
vita þann fimmtung lands á Irlandi, að hver maður væri þar þess um-
kominn að taka gíslingu af öllum fjórum herfylkingum Álfheims.
Iubdán kóngi rennur í skap, lætur grípa Eisirt höndum, en skáldið spáir,
að þessa muni hann gjalda, og vera fangi í Emain Macha í fimm ár og
neyðast síðan til að kaupa sér frelsi með kjörgripum. Fleira segir Eisirt
fyrir, sem síðar kemur fram, bæði í kveðlingum og lausu máli. Nú fær
Eisirt skáld þriggja daga frest til þess að fara til Emain Macha, og hafi
hann með sér sannindamerki um sögu sína, þegar hann komi aftur.
Næst segir frá prýðilegum búnaði skáldsins og komu hans til Emain og
frá viðtökum hans þar, en það er allt kátlegt vegna smæðar hans. Með
Úlaztírsmönnum er skáld eitt, Aed að nafni, dvergvaxinn, og stendur
hann oft á lófum manna. En að því skapi hæfir lófi hans sem stæði fyrir
Eisirt skáld. Fergus kóngur býður að gefa gestinum að drekka, en hann
neitar, og lætur þá Fergus fleygja honum í drykkinn í horninu. Úlaztírs-
skáld bjarga honum þaðan frá drukknun, og segir hann þá í kvæði,
hví hann hafi hafnað drykk, en ekki fyrr en Fergus hefur leyft honum
að mæla í griðum: Fergus haldi við konu ráðsmanns síns, og fóstursonur
2 Farið er eftir útgáfu Standish H. O’Grady’s í safninu Silva Gadelica, þar sem
sagan er nr. XIV, bls. 238-252 (útg. London 1892). Annað bindi Silva Gadelica,
með þýðingum á ensku o. s. frv., hefur ekki verið tiltækt til verksins, og hef ég
farið að nokkru eftir írska textanum, en stuðzt um leið mikið við þýzka endursögn
R. Thurneysens í riti hans Die irische Helden- und Königsage bis zum siebzehnten
Jahrhundert (Halle 1921), bls. 539-547. — En sjálfsagt er, að villur og misskiln-
ingur, sem í kann að vera, er mér einum að kenna. — Vera mætti jafn rétt eða
réttara að kalla smáþjóðina í sögunni dverga í stað álfa, sem hún er nefnd hér.