Gripla - 01.01.1980, Qupperneq 206
HJÖRLEIFUR KVENSAMI OG FERGUS MAC LÉITE 201
kóngs haldi við drottninguna sjálfa. Þetta kveður Fergus rétt vera, og
nú stendur ekkert Eisirt fyrir drykkju. Hann þylur lofkvæði um Iubdán
kóng, sem menn hrífast svo af, að þeir færa Eisirt stórgjafir. Hann telur
þær óþarfar og lætur skipta miklu af þeim með Úlaztírsskáldum og
öðrum stéttum. Þegar Eisirt fer aftur, fer Aed skáld með honum. Þegar
þeir koma út á strönd, og Aed segist ekki geta gengið sjóinn, lofar Eisirt,
að hann skuli fá að ríða hesti Iubdáns. Hann birtist, og þykir Aed dýrið
líkjast héra með rautt fax, en gulleitt er dýrið á litinn. Þeir tvímenna
á því yfir veraldarsjóinn til Mag Faithlinn, Álfheims. Þar spyr Iubdán
Eisirt, hví hann hafi með sér risa, en hann svarar að Úlaztírsmenn beri
þennan á lófum sér. Nú leggur Eisirt skáld þau álög á Iubdán kóng að
fara samnættis til Emain og bragða þar á höfðingjabrugginu. Bé Bó,
kona Iubdáns, ríður með honum á þeim gula. í Emain finna þau í
skálanum ketilinn með afgangi í af veizludrykknum. Af hestbaki teygir
Iubdán sig yfir ketilsbarminn eftir ausunni, dettur og verður fastur í
þykkum dreggjunum. Þau hjón eru nú fundin, tekin höndum og færð
fyrir kóng. Ekki stoðar þótt álfakóngur segi til sín og tignar sinnar.
Fergus fær hann eigi að síður hirðmúgnum til skemmtunar og gæzlu, en
fellir þegar gimdarhug til Bé Bóar og hefur samfarir við hana. í því
atferli studdi hann hendi á höfuð hennar. Hún spurði, hví hann gerði
það? Mig furðar, segir hann þá, að karllimurinn 6 hnefa (þverhanda)
langur skuli ekki brjótast upp úr kollinum á þér, sem ert ekki nema
þrír hnefar, og því styð ég hendi á höfuð þér. Hún róar hann nú með
því að segja, að lengi teygist leikan á konunum.
Síðar kemur Iubdán að, og Fergus segir honum: Ég fór upp á konu
þína. Það hefur henni líkað, kvað Iubdán. Ég fór aftur, sagði Fergus.
Það hefur þér líkað, kvað Iubdán. Ég fór í þriðja sinn, sagði Fergus.
Það hefur ykkur líkað, sagði Iubdán. Og í fjórða sinn fór ég á hana,
sagði Fergus. Skítur er í henni enn, brást Iubdán við, og lætur sér mest
í mun að kvarta undan vistinni hjá hirðlýðnum, andremmu hinna stóru
manna, og lofar að reyna ekki að flýja, ef Fergus búi vel að sér. Iubdán
er nú fengin prýðileg vistarvera, en þó stenzt hún ekki samanburð við
híbýli hans sjálfs, og kveður Iubdán kvæði um það. Þjóni þeim, sem
honum er fenginn, segir hann til um, við hvaða viði hæfi að kveikja
eld, og um þau fræði kveður hann langt kvæði.
Margt mælir Iubdán spaklegt, og hafa Úlaztírsmenn gaman af. Dag
einn varð honum gengið til kvennaskemmu, og voru þær að þvo og
snyrta höfuð sín. Þá hló Iubdán. Fergus innti hann, að hverju? Langt