Gripla - 01.01.1980, Síða 207
202
GRIPLA
er frá hvirflinum kríki, sagði hann. Hvemig er að skilja það? spurði
Fergus. Höfuð sín þógu konurnar, en það er með neðri endanum sem
þær þjóna þér, mælti Iubdán.
Oðru sinni kom Iubdán að húsi eins leiguliða konungs, og var sá að
kvarta um nýja skó, að þunnir væru sólarnir. Þá hló Iubdán. Fergus
innti til ástæðunnar. Iubdán vissi skóna mundu endast lengur en ævi
mannsins, sem féll í erjum við annan mann áður en náttaði þetta kvöld.
Eitt sinn hló Iubdán, þegar maður strauk kusk af skikkju konu sinnar
ástúðlega, og Fergus fær að vita, að manninum hefði verið nær að drepa
hana, því að skikkjuna hafði hún haft að undirlagi, þegar annar maður
lá hana fyrir stundu. Þegar Iubdán hlustaði eitt sinn á ráðagerðir
manna, hló hann, af því að þeir gættu þess ekki að bæta ‘ef guði þókn-
ast’ við fyrirætlanir sínar, því að guð einn veit og ræður, hvað mönnum
muni takast.
Þar kom, að öll sjö herfylki Álfheims komu til Emain Macha að
krefja kóng sinn frjálsan, og lofa þeir í staðinn mikilli hveitiuppskeru á
akrinum við Emain. Að öðrum kosti hóta þeir að hleypa öllum kálfum
Úlaztírsmanna til kúnna, svo að ekki yrði mjólk handa bömum, og
þetta gera þeir, en Fergus þráast við. Þá fara Álfheimsmenn til um nótt
og saurga öll rennandi vötn og ósa með saur og hlandi. Enn brenna
þeir öll sofnhús og mylnur landshlutans og klípa öll öx af stofni á
kornökrum. Enn þráast Fergus við, og þegar þeir hóta að skera allt hár
af körlum og konum á næturþeli, hótar hann á móti að taka Iubdán af
lífi. Þegar hér er komið, fær Iubdán leyfi til að tala við menn sína og
fær þá til að bæta þann skaða sem þeir höfðu valdið og snúa heim, þótt
þeim líki illa.
Þegar tæpt ár er liðið í fangavist hjá Fergusi, bregður Iubdán á það
ráð til lausnar, sem Eisirt kenndi honum, að bjóða Fergusi að velja úr
eigu sinni hvem þann grip sem hann vilji til lausnargjalds fyrir sig.
Kveður Iubdán nú kvæði, þar sem hann telur fram kjörgripi sína, sem
eru hvorki fáir né ómerkilegir, en hér er varla ástæða til að telja þá upp
nema þann síðasta, sem eru skór úr efninu finnruine, og má á þeim
ganga jafnt sjó sem land. I þessum svifum kemur Aed skáld aftur úr
Álfheimi og lýsir ágætum smámennalandsins í kvæði. Segir þar meðal
annars, að sterkasti maður í þvísa landi geti afhöfðað þistil í einu höggi.
Fergus verður við ósk Iubdáns, velur skóna góðu og sleppir honum úr
haldi.
Valinu olli það, sem nú skal greina. Einu sinni þegar Fergus fór við