Gripla - 01.01.1980, Side 208
HJÖRLEIFUR KVENSAMI OG FERGUS MAC LÉITE 203
annan mann í bað í vatninu Loch Rudraige, tók vatnið að vella af
hræringum óskepnunnar Sinech, og hún reis upp líkt og regnbogi, en
þeir syntu að landi allt hvað af tók. Fergus lét fylgdarmann sinn komast
fyrr upp úr og varð þess vegna fyrir anda skepnunnar. Við það af-
myndaðist andlitið á honum, tognaði aftur í hnakkagróf og fór ekki í
lag. Þetta vissi hann ekki, og var til þess séð, að hann sæi ekki í spegil.
En einu sinni varð þeim drottningu sundurorða í baði, og þegar hann
sló til hennar, svo að tönn hraut úr munni, kvað hún honum nær að
hefna andlits síns á Sinech. Þá leit hann í spegil, og þetta réð því, að
hann valdi skóna.
Nú safnar Fergus liði og siglir skipum til Loch Rudraige. Skepnan
hefst upp og mölvar skipin. Þá fer Fergus í skóna og stekkur í vatnið,
og skepnan kemur á móti honum. Hún hefur 150 fætur á hvora hlið og
150 klær á hverjum fæti, sem hafizt getur 150 fet í loft upp. Fergus
gefur sér tíma til að yrkja kvæði um andstæðing sinn, en síðan hefst
ægilegur bardagi. Loks víkur dýrið á flótta, en Fergus fylgir eftir og
heggur dýrið í stykki með Caladcholg, hinu ágæta sverði sínu. Heldur
síðan til hafnar og heldur á hjarta skepnunnar. En sjálfur er hann ban-
vænn af sárum. Hann kveður kvæði, dánaróð, um bardagann, og mælir
svo fyrir, að varðveita skuli sverðið til handa eftirmanni sínum, sem
muni heita Fergus mac Rosa Ruaid. Gefur Fergus mac Léite síðan upp
andann að lokinni samræðu í bundnu máli við Aed, skáld sitt.
Sögunni lýkur með því að segja frá útför konungsins. Af þeim leg-
steinum (ulltaib) sem Úlaztírsmenn (Ulaid) reistu, er þeir syrgðu Fergus,
eru þeir öðru nafni kallaðir Ulltaig.
Á því virðist enginn vafi, að þessi texti er reistur á eldri frásögnum
um ævilok Fergusar mac Léite, en meginefnið, um viðskiptin við Álf-
heimsfólk, er tengt framanvið, og eru skór Iubdáns tengiliðurinn.3
Af ágripunum hér framanvið getur hver maður séð, að Hjörleifs saga
og Fergusar mac Léite eru gagnólíkar sögur. Hjörleifur ferðast og eign-
ast eiginkonur. Fergus situr heima í Emain Macha, og vantar að vísu
ekki að hann sinni konum, en það eru ekki eiginkonur hans. Báðir eiga
þeir mikilsverð skipti við annarsheimsverur, en við hliðina á líkingunni
er þó einnig mikil ólíking með sögunum um þetta efni. Fergusar sagan
er ein samfelld atburðakeðja viðskipta hans við Álfheimsfólkið og kóng
þess. Milli atburðanna í Hjörleifs sögu er ekkert þvílíkt samband, og
3 Sjá Thurneysen, tilv. rit, bls. 539-541.