Gripla - 01.01.1980, Síða 209
204
GRIPLA
engin tengsl verða þar sén milli brunnmiga og marmennils, svo að
nokkuð sé nefnt.
Þrátt fyrir alla ólíkinguna verður þó ekki hjá þeirri niðurstöðu kom-
izt, að sameiginleg eru þau atriði sem nú skal lýst:
1. Báðar hafa sögurnar að aðalpersónu kóng sem er afbrigða kven-
samur, og kvennamál hans færð í sérstakar frásögur. Þetta gæfi þó ekki
tilefni til athugunar, nema fleira kæmi til.
2. Báðir eiga kóngarnir talsverð viðskipti við annarsheimsfólk, og
hér eru tvö sérkennileg atriði sameiginleg:
a) fyrir báðum kóngunum spilla annarsheimsverur neyzluvatni með
hlandi (brunnmigi) og saur (írska sagan, þar sem álfaþjóðin tekur sig
til og saurgar allt rennandi vatn í ríki Fergusar).4
b) Báðir hafa um skeið í haldi hjá sér forvitran speking sem á heim-
kynni í sjó eða handan sjávar (? írska sagan). Þetta eru þeir marmennill
og Iubdán álfakóngur.5
3. Báðir þessir kóngar eiga mót við furðuverur eða skrímsl í sjó eða
vatni. Mikill er þó munur á, að dýrið í vatninu veldur dauða Fergusar,
en ‘fjallið’ í Jótlandshafi skiptir ekki sköpum fyrir Hjörleif. Á þetta
atriði skal því lítil áherzla lögð, enda er írska skrímslið trúlega annarrar
ættar en annað efni í sögu Fergusar.
Hvað sem líður mikilli ólíkingu sagnanna beggja eru atriðin 2ab svo
4 Hvorki í íslenzkum né írskum fornbókmenntum virðist kunnugt um þetta
minni nema aðeins í þeim sögum, sem hér er rætt um. Sjá T. P. Cross, Motif-Index
of Early Irish Literature (endurútg. í Indiana University Publications, Folklore
Series, No. 7, 1969), F369.2, og I. M. Boberg, Motif-Index of Early Icelandic
Literature (Bibl. arnam., XXVII. bindi, Kaupmh. 1966), G584. — Motif-Index
Stith Thompsons virðist ekki kannast við minnið úr öðrum áttum.
5 Hin sérstæða saga um hlátur spekingsins, sem sýnir að hann veit meira en
aðrir geta vitað, er víða kunn, og um hana hefur meira verið ritað en hér verði
talið. En sjá um íslenzku þjóðsöguna um marbendil, sem ekki er runnin frá Hálfs
sögu, Einar 01. Sveinsson, Verzeichnis isl. Marchenvarianten, týpu 803*, og um
Hálfs sögu og talsvert um erlendar hliðstæður sama rit, Einleitung, bls. xliv-xlv.
Sjá einnig Motif-Index Thompsons undir N456, D1318.2.1 og Motif-Index Bobergs
undir D1318.2.1 og F420.5.3.7 og rit sem vitnað er til á þessum stöðum. Sérstök
ástæða virðist til að nefna grein A. H. Krappe’s, Le rire du prophéte, í Studies in
English Philology til heiðurs Frederick Klaeber (Minneapolis 1929), bls. 340-361,
þar sem gerð er samanburðarathugun á hlátursefnum spekingsins í mörgum birt-
ingarmyndum sögunnar af honum. En Krappe sást yfir Fergusar sögu, og á því
vakti Margaret Schlauch athygli í Romance in Iceland (London 1934, bls. 72) og
varð þannig til þess að undirritaður fór að líta betur á söguna um Fergus.