Gripla - 01.01.1980, Page 210
HJÖRLEIFUR KVENSAMI OG FERGUS MAC LÉITE 205
sérkennileg og sjaldfundin samkenni, að þegar við bætist, að þessi minni
eru í báðum sögunum tengd aðalpersónum sem eru kóngar með athyglis-
verðu samkenni (kvennaviðskipti þeirra), mundi þurfa öfluga vantrú til
að hafna þeirri ályktun, að tengsl séu milli Hjörleifs sögu og Fergusar
sögu, einhvers staðar á sköpunarleið þeirra. Það er harla ótrúlegt, að
tveir sagnamenn tækju það hvor um sig upp hjá sjálfum sér að setja
saman sögu um þvílíkan kóng og láta hann komast í kast við tvær að
því er virðist óskyldar (?) verur, aðra svo sjaldfundna sem brunnmiginn
er, hina svo sérstæða sem sjávarmanninn forvitra, sem að vísu á sér
margar hliðstæður annars staðar.
A þessi tengsl þykir mér þurfa að benda, enda þótt gildar ástæður
banni að gizka á svör við áleitnum spurningum, sem þá gera vart við
sig, t. d.: Hefur hin sameiginlega rót verið norsk/íslenzk eða írsk saga?
— eða eitthvað annað? Eða: Hvor varðveitta sagan skyldi standa nær
upphafinu að efni, álfasagan írska með sínu þétta og skýra samhengi,
eða fornaldarsagan, sem ekki er gædd slíku samhengi atburðanna? Svör
við þvílíkum spurningum verða vonandi einhvern tíma fundin. í leit
að svari við síðari spumingunni ætti líklega að spyrja fyrst: Voru upp-
haflega tengsl milli annarsheimsveranna, brunnmiga og sjávarmanns
forvitra?
Marmennilssögur em sérstakt viðfangsefni, sem ekki skal tekið til
meðferðar hér. Þess má þó geta, að forvizkuatriði (hlátursefni) mar-
mennils Hjörleifs og álfakóngs Fergusar sýna engin sérstök tengsl.6
Skal svo skilizt við þetta efni, a. m. k. að sinni, með þeirri óhjákvæmi-
legu hugsun, að ekki mundi á óvart koma, að viðtakandi sendingarinnar
sæi betur og lengra en hér er séð.
6 Sjá nmgr. 5.