Gripla - 01.01.1980, Side 212
UM GRÆNLANDSRIT
207
nægjandi hátt í neðanmálsgreinum, en ófróðum lesanda væri að því
hagræði að þau væru talin upp í einu lagi. Þá hefði mátt komast hjá
smávegis ónákvæmni eins og þeirri að vitnað er til bókar Gathome-
Hardys, The Norse Discoverers of America í útgáfu frá 1970 (bls. 378),
en þess ekki getið að sú útgáfa er endurprentun á fmmútgáfunni frá
1921, svo og að tvívegis er vitnað í Meddelelser om Grpnland 182, nr.
4, án þess að getið sé höfundar eða útgáfuárs, né heldur um hvað sú
bók fjalli. Hún á reyndar að vera krítísk rannsókn á heimildum um
landnám á Grænlandi, en er engum til gagns að því er sögurnar varðar.
Rétt hefði samt verið að nefna höfundinn (Henrik M. Jansen) og titil
bókarinnar og e. t. v. bæta við svo sem einni setningu um eðli hennar.
í upphafi síðari þáttar (bls. 293-328) ber Ólafur saman 1. og 2. kap.
Eiríks sögu (hér á eftir stytt Eir.) við Landnámu, Eyrbyggju og Ólafs
sögu Tryggvasonar hina mestu og að nokkm leyti við Laxdælu. Hann
færir að því góð rök að þessir kaflar Eir. geti ekki verið mnnir frá
Sturlubók (S) heldur hljóti að vera komnir úr eldri gerð Eir., sem hafi
verið heimild Eyrbyggju og einnig notuð í S og Ólafs sögu Tryggva-
sonar. I 2. kap. Eir. telur hann enn fremur að séu áhrif frá Landnámu-
gerð, sem hafi verið eldri en S, enda em þar atriði sem stangast við
aðra staði í Landnámu. Þessi röksemdafærsla virðist mér traust, og
með henni er kippt fótunum undan þeirri kenningu að Eir. sé yngri en
5, en hana hafa ýmsir aðhyllst allt frá dögum Gustavs Storms, en þó
ekki síst eftir að Jón Jóhannesson skrifaði ritgerð sína um aldur Græn-
lendinga sögu. Eg hef áður verið sömu skoðunar og Jón Jóhannesson,
en skal nú fúslega viðurkenna að Ólafur hefur sannfært mig um að sú
skoðun var röng. Reyndar höfðu ýmsir aðrir haldið því fram að Eir.
væri eldri en S, m. a. Finnur Jónsson og Björn M. Ólsen, en þeir töldu
hinsvegar að núverandi upphaf Eir. væri að mestu komið úr S. Rök
þeirra vom þó engan veginn fullnægjandi, enda gerði enginn þeirra
eins vandlegan samanburð á öllum textunum og Ólafur hefur nú gert.
Hér skal ekki farið nánara út í röksemdir Ólafs, en ég ætla að niður-
stöður hans (bls. 327-28) verði naumast véfengdar. Fáein atriði er þó
ástæða til að drepa á.
Ólafur telur (bls. 319 o. áfr.) að Eir. muni upphaflega hafa stuðst
við einhverja gerð Landnámu; enn fremur gerir hann ráð fyrir því að
forrit Melabókar (M) hafi þegið efni úr Eir. (hér á eftir verður þetta
forrit nefnt Styrmisbók, enda þótt Ólafur sé svo varkár að gera það
ekki). Efnið sem hér er um að ræða er það sem segir um Vífil í Vífils-