Gripla - 01.01.1980, Page 213
208
GRIPLA
dal, leysingja Auðar djúpúðgu, í M 27. Þetta virðist mjög sennilegt,
ekki síst þar sem Ólafur færir að því gild rök að Vífill, Þorbjörn Vífils-
son og kvonfang hans sé tilbúningur í Eir. (bls. 375-78). Enginn vafi
er á því að meginefnið í M 27 er komið úr Styrmisbók (að frátalinni
ættartölunni til Melamanna). Svo fremi að höfundur Eir. hafi búið til
Vífil og hans fólk, er ekki um annað að ræða en að þessa visku hafi
Styrmisbók haft úr Eir. Nú er ógæfan að hlaupið hefur verið yfir þá
kafla í Landnámu sem koma við efni Eir. í Melabókarhandritinu AM
445, 4to. Því verður aldrei vitað hvað upphaflega hefur staðið í M í
þessum köflum, og því torvelt að giska á hvað í Styrmisbók hefur verið,
enda kemur þar að auki til eyðan í Hauksbók, sem svarar til kaflans
frá lokum 97. kap. inn í 111. kap. í S.
Annað atriði sem Ólafur telur höfund Eir. hafa haft úr gamalli
Landnámu er það sem segir í upphafi 3. kap. í Eir. um forfeður Hall-
veigar Einarsdóttur, konu Þorbjarnar Vífilssonar (bls. 326). Eins og
áður er sagt telur Ólafur Hallveigu tilbúning höfundar Eir., en forfeður
hennar ætlar hann komna úr Landnámugerð. Hann bendir á að Hall-
veig sé nefnd í S 75, en ekki í tilsvarandi kafla í Hauksbók (H 63);
hinsvegar hafi hún getað verið nefnd í þeim glataða kafla Hauksbókar
sem svaraði til S 100 og M 27, og er það vitaskuld rétt. Aftur á móti
má benda á líkur til þess að Hallveig hafi verið nefnd í þeim kafla
Styrmisbókar sem lá að baki S 75 og H 63. í Þórðarbók er Hallveig
nefnd eftir Skarðsárbók, sem hefur haft hana úr S, en í Þórðarbók er
bætt við Guðríði dóttur hennar og Þorbjarnar, og frá henni rakin ætt
til Melamanna á sama hátt og í M 27. Þetta hlýtur að vera úr Melabók,
og hefur þá væntanlega staðið í Styrmisbók. Líklegast er að Haukur
hafi sleppt Hallveigu, þegar hann felldi niður þá mannfræði sem Sturla
hafði skotið inn í kaflann S 75, eins og Ólafur gerir grein fyrir (bls.
326). En greinin um Hallveigu stendur einmitt við upphaf þessa mann-
fræðikafla. Því er eins sennilegt að Hallveig hafi þegar staðið í Styrmis-
bók á þessum stað og verið þangað komin úr Eir., samkvæmt því sem
Ólafur heldur fram.
Það virðist liggja í röksemdafærslu Ólafs að engin áhrif frá S komi
fram í hinni varðveittu Eir., enda þótt það sé ekki tekið fram beinum
orðum. Á það má benda að í Eir. er ekki tekið upp landnámsmanna-
talið á Grænlandi (S 92), sem hefði þó verið eðlilegt ef varðveitta
gerðin hefði notað S. Sama er að segja um ættartölu Þorfinns karls-
efnis, sem Haukur tók upp í Eir. í Hauksbók eftir Landnámu, en