Gripla - 01.01.1980, Page 215
210
GRIPLA
í formálanum aS útgáfu minni á Landnámu setti ég fram þá tilgátu
að hið glataða upphaf Grs. hefði verið heimild Sturlu að Grænlands-
köflunum í Landnámu. Undirrót þessarar tilgátu var sú skoðun Jóns
Jóhannessonar og annarra fræðimanna að Eir. væri yngri en Sturlubók
og að Sturla hefði hlotið að hafa einhverja sérstaka heimild um land-
nám á Grænlandi. Hinsvegar hafði ég ekki athugað textana nógu vel,
en það hefur Ólafur nú gert og sýnt ljóslega að þessi tilgáta mín fær
ekki staðist (bls. 322—23, 328-32). Jón Jóhannesson taldi að Land-
námukaflarnir S 89 og 92-93 væru úr sömu heimild, og í því var ég
honum sammála. Nú hefur Ólafur sýnt að svo er ekki; S 89 er ættaður
frá Eir., en það geta S 92-93 ekki verið. Engar líkur eru heldur á því
að þeir séu úr Grs., samkvæmt rannsókn Ólafs, og verður þá alls óvíst
hvaðan Sturlu kom efni þeirra, enda mun það seint vitnast, eins og
Ólafur segir. Hann bendir raunar réttilega á að á þessum köflum sé
nokkur Landnámusvipur, en hinsvegar eru engar líkur á að þeir séu úr
Styrmisbók, svo að þá erum við jafnnær.
Annað atriði í þessu máli er nokkuð torvelt viðfangs. Það er sagan
um ferð Herjólfs Bárðarsonar til Grænlands með Eiríki og brotin úr
Hafgerðingadrápu sem tilfærð eru í Landnámu og í Grs. Augljós rit-
tengsl eru milli S 91 og upphafs 1. kap. í Grs., en Haukur hefur klofið
kaflann um Herjólf í tvennt (H 79 og 352). Haukur hefur bæði nokkur
afbrigði frá texta S í H 352 og bætir við þremur atriðum: að Herjólfur
hafi verið fóstbróðir Ingólfs, að þeir Herjólfur hafi komið í hafgerð-
ingar, og loks tilfærir hann upphaf Hafgerðingadrápu. Ekkert af þessu
er kunnugt úr öðrum heimildum. Þetta skýrði Jón Jóhannesson svo að
í Styrmisbók hefði kaflinn um Herjólf staðið á réttum stað landfræði-
lega í lýsingunni á landnámi á Reykjanesi, en Sturla hefði flutt hann
í frásögnina af landnámi á Grænlandi (S 91) og um leið stytt hann,
sleppt þeim atriðum sem H hefur umfram í H 352; Haukur hefði hins-
vegar stytt frásögn S í H 79, en tekið upp kaflann úr Styrmisbók á
sínum stað í frásögninni af landnámi á Reykjanesi. Ólafur virðist hall-
ast að þessari skoðun (bls. 324 og 330). í útgáfunni á Landnámu féllst
ég á skoðun Jóns Jóhannessonar, enda þótti mér hún styðja tilgátuna
um að frumgerð Grænlendinga sögu hefði verið meðal heimilda Sturlu.
En ég hef síðar fengið af þessu nokkra eftirþanka, því að við þessa
skýringu virðist tvennt athugavert. Annarsvegar er skrýtið að Sturla
skuli ekki nefna Herjólf á sínum stað á Reykjanesi, ef hann hefur staðið