Gripla - 01.01.1980, Page 219
214
GRIPLA
sögum, eins og Dag Strömback hefur bent á (sbr. bls. 391). Á þetta
hefði mátt leggja meiri áherslu, því að það er einmitt sterkur stuðningur
við tilgátu Olafs. En hún er sú að átt muni vera við Björn Hólabiskup
Gilsson. Samkvæmt Jóns sögu helga virðist hafa komið til greina að
taka hann í helgra manna tölu 1198, þegar bein hans og Jóns Ög-
mundarsonar voru upp tekin og þvegin samtímis. Brandur biskup
Sæmundarson, sem stóð fyrir þessari beinaupptöku, var frændi Bjamar
Gilssonar, báðir komnir af Guðríði, svo að ætla mætti að hann hafi
haldið fram hlut Bjarnar. Hinsvegar er ekki vitað hvers vegna Jón
Ögmundarson varð ofan á. Ólafur getur nú þess til að spásagnirnar um
birtu og ilm afkvæmis Guðríðar eigi rætur að rekja til áróðurs fyrir
heilagleik Bjarnar, sem hafi e. t. v. verið til í rituðu máli. Slíkt rit hefði
þá að öllum líkindum orðið til á árunum 1198-1200. Þessi hugmynd
er girnileg, þó að hún verði vitaskuld ekki sönnuð. Ólíklegt er að þetta
klerklega orðafar, þessi helgisögu-ritklifun, í báðum sögum sé ekki
skylt á einhvern hátt; orðalagslíkingar eru hinsvegar engar, en efnis-
samsvömn svo mikil að freistandi er að gera ráð fyrir sameiginlegri
heimild úr kirkjulegu umhverfi, og þá helst einhvers konar vísi að
helgisögu um Björn Gilsson.
Miðað við þessa hugmynd fæst terminus post quem fyrir ritunartíma
beggja sagnanna um 1200. Grs. ber þess engin merki að höfundur
hennar hafi þekkt Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug munk, ef
þaðan er komin hugmyndin um kristniboð Leifs á Grænlandi, en hún
hefur varla verið samin löngu eftir 1200. Varasamt er þó að álykta að
Grs. hljóti að vera eldri en saga Gunnlaugs, eins og Ólafur bendir á
(bls. 399). Hvorki er unnt að vita hvort höfundur Grs. hefur séð hana
né hvort hann hefur tekið frásögn hennar af Leifi trúanlega. Bæði Eir.
og Grs. eru hinsvegar að öllum líkindum eldri en Styrmisbók, eins og
áður hefur verið drepið á, og ættu því að vera samdar á bilinu 1200-
1220.
í síðasta kafla bókarinnar sem um sögur fjallar er vikið nokkuð að
Grænlendinga þætti (bls. 401-05) og þeim hugmyndum sem menn hafa
gert sér um aldur hans og höfund. Athyglisvert er þar að bent er á
hugsanlegt samhengi við Hryggjarstykki svo og líkur til þess að hann
hafi verið skráður eftir heimildarmönnum sem voru viðburðunum ná-
komnir. Því einu skal við það bætt að ástæða virðist vera til þess að
athuga málfar þáttarins með hliðsjón af þessum hugmyndum. Ólafur
bendir á nokkrar hliðstæður í Morkinskinnu, en fleira mætti nefna.