Gripla - 01.01.1980, Page 220
UM GRÆNLANDSRIT
215
Ef litiS er á orðatalningar þær sem Peter Hallberg hefur gert kemur í
ljós að Grænlendinga þáttur hefur ýmis einkenni sem eiga sér hlið-
stæður í Morkinskinnu, svo sem mikla notkun á því sem Hallberg
kallar ‘epískt nú’, samtengingarnar ‘síðan’ en ekki ‘eftir það’, ‘ok er’
en ekki ‘en er’, sögnina ‘hitta’ en aðeins einu sinni ‘finna’. Þetta bendir
a. m. k. fremur til þess að texti Grænlendinga þáttar sé gamall. Við
það má bæta að í þessum stutta texta eru furðu mörg sjaldgæf orð. Við
lauslega athugun hef ég rekist á tug orða sem ekki eru dæmi um úr
öðrum textum í orðabókum, auk annarra sem aðeins er til eitt annað
dæmi um. Allt þetta virðist styðja þá skoðun sem Ólafur lætur í ljósi
á aldri þáttarins, en vitaskuld lá nánari málfarsleg athugun á honum
utan verksviðs þessarar bókar.
Ólafur Halldórsson hefur með þessari rannsókn dregið fram athyglis-
verða drætti í sköpunarsögu Grs. og Eir. Hann hefur sýnt að rittengsl
eru ekki milli þeirra, heldur styðjist þær báðar við arfsagnir af löngu
liðnum atburðum; enn fremur hafi báðar sögurnar hagnýtt sér ritaðar
heimildir að nokkru marki, Eir. þó öllu meir. Samanburður sagnanna
leiðir í ljós að sagnaefnið sem legið hefur þeim að baki hefur haft
ákveðinn kjarna sameiginlegan báðum sögum, en um mörg atriði hafa
verið missagnir eða samhengi óljóst. Höfundar beggja sagna hafa unnið
úr þessu hráefni hvor á sinn hátt, og í því koma einmitt fram höfundar-
einkenni þeirra. Ólafur víkur lítið eitt að misjöfnum áhugamálum
höfundanna hér og hvar í bókinni, en rannsókn á bókmenntalegu við-
horfi þeirra er vitaskuld utan þess verksviðs sem hann hefur kosið sér.
Hinsvegar hefur hann með þessari gaumgæfilegu rannsókn sinni komist
nær því að veita lesendum nokkra innsýn í vinnubrögð höfunda en fyrri
menn hafa gert, en það er ekki lítils virði, þegar um rit er að ræða frá
æskuskeiði Islendingasagna. Mér virðist því ekki vafamál að þeir sem
eiga eftir að fjalla um þessar sögur frá bókmenntalegu sjónarmiði mættu
draga drjúgan lærdóm af niðurstöðum þessarar bókar. Hér er sem sagt
lagður traustur grundvöllur að frekari rannsóknum, og Ólafur hefur
sýnt það ótvírætt hversu óhjákvæmilegt er að fílólógísk undirstaða allra
athugana á eldri bókmenntum sé eins traust og auðið er. Án hennar
verða allar frekari rannsóknir og kenningar á sandi reistar.
Með þessu er ekki sagt að í þessari bók séu öll vandamál leyst til
hlítar. Ólafur dregur hvergi dul á að margt er og verður óvíst í þessum
fræðum og mörg vafaatriði verða seint afgreidd með öruggri vissu. En
hann hefur sýnt í þessari bók hversu langt verður komist með því að