Gripla - 01.01.1980, Síða 222
UM GRÆNLANDSRIT
217
II
RÆÐA JÓNS SAMSONARSONAR
í bók Ólafs Halldórssonar, Grœnland í miðaldaritum, sem hér er til
umfjöllunar er undirstöðuútgáfa á Grœnlands annálum, riti frá fyrri
hluta 17. aldar, sem hefur ekki áður verið prentað í heild né kannað
til neinnar hlítar. í útgáfunni er stuðst við öll þekkt handrit, sem ætla
má að hafi textagildi, handritum er lýst rækilega og þau flokkuð eftir
skyldleika. Texti er prentaður á bls. 1-73, rannsókn handrita er á bls.
147-207, greinargerð fyrir heimildum á bls. 209-279, og kafli um aldur
og höfund á bls. 280-92. Hér á eftir ræði ég eingöngu um þessa hluta
bókarinnar.
Ólafur víkur í formála að Grænlandssiglingum á 16. og 17. öld, og
nefnir hann þar og síðar í bókinni rit frá þessum tímum, sem varða
Grænland. Þó er það ekki framar en efni Grænlands annála gefur
beinlínis tilefni til. Það sem um Grænlandssiglingar og Grænlandsritun
á 16. og 17. öld segir verður af þessum sökum fremur tilviljunarkennt,
og hefði komið til greina að gera því efni rækilegri skil á einum stað
og setja Grænlands annálin íslensku í stærra samhengi en gert er. Þykir
mér hæfa að ræða fyrst um þessar siglingar almennt og þá bókagerð
sem þeim er tengd, og vel ég úr það sem einkum vakti áhuga manna
hér á íslandi.
Þess er getið í Nýja annál við árið 1410 að skipi var siglt úr byggðum
norrænna manna á Grænlandi, og voru íslenskir menn um borð, hinir
síðustu sem höfðu sönn tíðindi af þessum frændum sínum, svo að vitað
sé með vissu.1 Eftir það eru ritaðar heimildir þöglar um byggðirnar
grænlensku, og er hvort tveggja að íslensk annálaritun á miðöldum
tekur enda 1430 og eins hitt að Grænlandsferðum norrænna manna
hefur trúlega fækkað úr þessu, ef nokkrar voru. Á 16. öld er svo komið
að siglingaleið til landsins er gleymd, og menn leita þess á bókum,
hvar sé helst að vænta norrænna manna á ströndum Grænlands.
Grænlensku byggðirnar hurfu þó ekki sýnum. Menn í þjónustu
kirkjunnar höfðu veður af kristnum söfnuðum í Norðurhöfum, sem
hafði verið lítt sinnt eða ekki langa hríð. Konungur dansk-norska ríkis-
ins vissi af Grænlandi sem hluta ríkisheildarinnar, þar sem var hags-
muna að gæta. Kaupmenn höfðu spumir af vömm sem komu frá
1 StormlslAnn., bls. 289.