Gripla - 01.01.1980, Side 223
218
GRIPLA
Grænlandi á meðan enn voru þangað siglingar, og hugur þeirra stóð til
viðskipta að nýju.
Á 16. öld verður öðru hverju vart áhuga í Danmörku og Noregi á
siglingum til Grænlands og endurnýjuðu sambandi við norrænu byggð-
irnar. Litlu fyrr höfðu hafist siglingar norður á bóginn í leit að sjóleið
frá Evrópu til Asíu norðvestur yfir Atlantshaf, og áttu þær ugglaust
nokkurn þátt í vaxandi áhuga danskra stjórnvalda á Grænlandssigling-
um. Lengi fram eftir voru þó allar tilraunir fálmkenndar.
Áhuga á Grænlandssiglingu gætir hjá Kristjáni konungi öðrum
(1513-23), og var ráðgerður leiðangur vorið 1521 og valinn leiðangurs-
stjóri, S0ren Norby flotaforingi, sem hér var um skeið höfuðsmaður á
íslandi.2 En um veturinn braust út uppreisn í Svíþjóð, og fékk Sþren
Norby um annað að hugsa en Grænlandsferð. Um haustið 1521 skrifaði
Klaus Pedersen, síðar kanslari, bréf til konungs og ræðir um siglingu
frá Danmörku til Indlands eða annarra ókunnra landa; nefnir hann í
því sambandi að Spánverjar nálgist stöðugt Grænland, og geti það
orðið konungi og ríki til mikils tjóns, ef ekki sé að gætt.3
Kristján konungur flýði land skömmu síðar, og varð ekki af Græn-
landssiglingu á stjórnarárum hans. Engu að síður var dönskum ráða-
mönnum kunnugt um rétt dansk-norska ríkisins til yfirráða á Græn-
landi og þá jafnframt á Norðurhöfum, sem voru talin innhöf, umgirt
landaspönginni í norðri. Þessum yfirráðarétti var ógnað með eftirlits-
lausum siglingum erlendra þjóða um hafsvæðið, og var það eitt sér
ærið tilefni til áframhaldandi ráðagerða um siglingar til Grænlands.
Um þetta eru áform á dögum Friðriks konungs annars (1559-88).
Frá upphafi ríkisstjórnar hans eða litlu eldra er talið uppkast að bréfi
frá norska kanslaranum Peder Huitfeldt, sem gerir ráð fyrir að hann
hafi ásamt Christoffer Valkendorf lénsmanni í Björgvin leyfi konungs
til að sigla á eigin kostnað í leit að Grænlandi, sem lengi hafi verið týnt
og enginn viti um; í bréfsuppkastinu er talað um Grænland sem gamalt
skattland norsku krúnunnar, og skyldi konungur hafa af skatt, ef landið
fyndist, en þeir félagar hefðu með öðrum sem hlut ættu að einkaleyfi
á siglingum.4 Þessi ráðagerð bendir til áhuga á Grænlandssiglingum
meðal ráðamanna í Björgvin á sjötta tug 16. aldar.
Grænlandsáhuga virðist hafa gætt þegar hjá Christoffer Huitfeldt,
2 DG nr. 2, bls. 4.
3 DG nr. 3, bls. 4-5.
4 DG nr. 5, bls. 6.