Gripla - 01.01.1980, Side 224
UM GRÆNLANDSRIT
219
eldra bróður Peders Huitfeldts, sem hér var hirðstjóri á íslandi og
kunnastur er íslendingum fyrir handtöku Ögmundar biskups 1541.
Hann var lénsmaður konungs í Noregi. Nafn Christoffers Huitfeldts er
tengt Grænlandsefni sem til er í handritum, m. a. í norskri lögbók í
Háskólabókasafni í Ósló, TJB 530 jol., tímasett 1593-94.5 Á blaði
169v-170r eru leiðbeiningar um siglingu til Grænlands, og er fyrirsögn
þessi: ‘Eit spkort att segle till Grónland. End Grónlandz segling som
salige Christofer Huidtfeld fant wdj Danmarck, oc wor skreffuen paa
latine oc gammel Norriske paa pergamente, oc fórde hand det hid till
Norrige igen. Anno Christi 1541’.6
Trúlega er sama efni í Thott 748 jol., bl. 69-70, sem Finnur Jónsson
nefnir í útgáfu á Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar, 1930, bls. 12.
Handritin hef ég ekki haft tiltæk. Væri fróðlegt að fá nánari vitneskju,
ef Ólafur hefur kannað þetta efni.
Þess má geta að nýlega hefur verið talið í ágætu fræðiriti, að
Christoffer Huitfeldt hafi haft í fórum sínum ‘et Spkort at segle til
Grpnland’ (þ. e. leiðarlýsingar), þegar hann fór af íslandi 1541. Trú-
lega er það misskilningur, og hefur Christoffer Huitfeldt eftir því sem
stendur í handritum komist að þessu efni í Danmörku. Annað mál er
að kynni við íslendinga hefðu getað aukið áhuga hans á Grænlandi.
Þar taldist Ögmundur biskup hafa verið í sjóhrakningum fyrr á árum,
sem kunnugt er, og hefur hann haft tíðindi að segja hirðstjóranum,
þegar á sjóinn var komið, ef þeir máttu mælast við.
Christoffer Valkendorf, annar þeirra sem kemur við bréfsuppkastið,
var lengi síðan áhrifamaður í Danmörku og Noregi; til íslands var hann
sendur 1569 með hirðstjórn. Föðurbróðir hans var Erik Valkendorf,
erkibiskup í Þrándheimi, sem talinn er mestur áhugamaður um Græn-
landssiglingar fyrr á öldinni.
Árið 1568 eru uppi ráðagerðir í Kaupmannahöfn um Grænlandsferð,
og er til kynlegt bréf á blendingsmáli íslensku, dagsett 12. apríl, sem á
að vera frá Friðriki konungi öðrum til íbúa á Grænlandi; er í bréfinu
gert ráð fyrir því að Kristern Olborg skipshöfuðsmaður (Christen Jen-
sen Aalborg) sigli á Grænlandshafnir.7 Þá litlu áður eða 10. apríl 1568
gaf konungur út bréf handa Jurgen Teigsen frá Englandi, og hafði hann
5 Norges gamle Love IV, 1885, bls. 722-3.
6 Jónas Kristjánsson, Skrá um íslenzk handrit í Noregi, bls. 48-9. Vélritað
eintak í Stofnun Árna Magnússonar á Islandi.
7 GHM III, bls. 201-5.