Gripla - 01.01.1980, Page 225
220
GRIPLA
skuldbundið sig til að sigla á konungsskipi og leita uppi Grænland.
Gegn því hét konungur honum ókeypis húsnæði og uppihaldi í Kaup-
mannahöfn, og yrði hann áfram í þjónustu konungs. í bréfinu talar
konungur um Grænland sem ‘unser und unsers khonigreichs Norwegen
unttergehörige prouintz’.8 Fjórum dögum síðar 14. apríl 1568 frestaði
konungur Grænlandsför og bar því við að skipið sem fara átti væri
traust stríðsskip og vafasamt að til nokkurs væri að vinna.9
Englendingar urðu fyrstir til að lenda skipum á Grænlandi á síðari
öldum svo að öruggar sögur fari af. Á árunum 1576-78 stjómaði
Martin Frobisher þremur leiðangrum í Norðurhöfum, og var upphaf-
legt markmið að finna norðvestursjóleiðina til Austurlanda. í þessum
ferðum fann Frobisher Grænland og náði þar að lokum lendingu.
Landið hélt hann að væri Frísland, sagnaland sem var víða á sjókortum
þeirra tíma. Frásögn af ferðum hans var prentuð í London 1578.10
Við þessar ferðir er átt í Skarðsárannál, þar sem segir við árið 1577:
‘Martin Forbisser sigldi eina fárlega reisu til Grænlands og vestur
Americam; fann þar eina stóra summu gulls.’11 Klausuna hefur Björn
á Skarðsá þýtt úr dönsku eftir riti, sem kom út í Kaupmannahöfn
1622.12
Vorið eftir landtöku Frobishers á Grænlandi var búinn leiðangur í
Kaupmannahöfn, og var fenginn leiðangursstjóri Jacob (eða James)
Alday, enskur maður. í bréfi konungs 21. maí 1579 er kveðið á um
yfirráðarétt yfir Grænlandi og lýst þríþættu markmiði með förinni: að
koma landinu undir rétt stjórnvöld, að færa landsbúum nauðsynjar og
að koma á réttri kristinni trú.13 Að þessu sinni var siglt af stað, en
ferðin mistókst. Leiðangursmenn komu hér við land í ágústmánuði,
fyrst undan Langanesi, en hrakti suður um og komu upp að landi við
Kirkjuvog, að því er ráða má af dagbók sem á að vera um þennan
leiðangur.14 Þaðan sigldu þeir til Grænlands og komust svo nærri að
8 DG nr. 6, bls. 6-7.
9 DG nr. 7, bls. 7. Einnig Carl S. Petersen, To breve fra præsten i Lindholm,
mag. Albert Meier, til statholder Henrik Rantzau. Et bidrag til de ældste Gr0n-
landsexpeditioners historie, Danske Magazin 5. rk. VI, 1909, bls. 214.
10 Finn Gad, Gr</>nlands Historie I, 1967, bls. 235-6.
11 Annálar 1400-1800 I, 1922-27, bls. 157. Texti lagfærður eftir handriti.
12 Cort Aslakss0n, Theologiske oc Historiske beskriffuelse Om den Reforme-
rede Religion Ved D. Marten Luther . . . bls. [Q 4r].
13 DG nr. 9, bls. 8.
14 Louis Bobé, Aktstykker til Oplysning om Gr0nlands Besejling 1521-1607.