Gripla - 01.01.1980, Side 226
UM GRÆNLANDSRIT 221
þeir sáu land, en ísar hindruðu lendingu. Önnur ferð var ráðgerð fyrr
á næsta ári undir stjórn Aldays, en hún hefur farist fyrir.15
Skömmu síðar er þó nýr leiðangur á döfinni, að þessu sinni undir
stjóm færeyska sægarpsins Magnúsar Heinasonar borgara í Björgvin.
Hafði hann eftir því sem stendur í konungsbréfi 18. febr. 1581 heitið
að sigla tveimur skipum þá um sumarið á eigin kostnað og leita Græn-
lands.16 Um ferðina eru ótraustar heimildir, en venjulega mun vera
talið að Magnús hafi farið þetta sumar 1581, eins og til stóð. Björn
á Skarðsá getur um Grænlandsferð Magnúsar Henissonar, sem hann
setur við árið 1586, í Skarðsárannál. Ummæli Bjöms em á þessa leið:
‘Leitaði Magnús Henisson Grænlands; kom í Hafnir suður hér; fann
landmenn enga.’17
Fleiri ráðagerðir vom uppi, en bám ekki árangur. Enn juku Eng-
lendingar forskotið. Á árunum 1585-87 stýrði enski landkönnuðurinn
John Davis þremur leiðangmm norður í höf, og var ætlunin að leita
eftir norðvestursjóleiðinni.18 í þessum ferðum kom Davis til Græn-
lands, lenti skipum sínum og komst í kynni við íbúa. I annarri ferðinni
1586 ákvað Davis að tvö af fjórum skipum skyldu sigla sjóleiðina milli
Grænlands og íslands. Skipin komu til íslands 12. júní, og hittu skip-
verjar landsmenn; 16. júní héldu þeir förinni áfram.19 Eftir þessa ferð
var ensku leiðangursmönnunum fullljóst að landið sem þeir höfðu
komið til var Grænland. Lýsingar á ferðum John Davis voru prentaðar
í London 1589.
Tilraunir Dana til Grænlandssiglinga höfðu misheppnast til þessa.
Um það var mönnum á íslandi kunnugt. Höfundur Qualiscunque de-
Tillæg. Danske Magazin 5. rk. VI, 1909, bls. 318-24. Sama dagbók er prentuð
eftir öðru handriti í GHM III, bls. 641-7, og vantar þar upphaf sem er í útg. Louis
Bobé, auk annarra frávika.
15 DG nr. 10-11, bls. 8-10.
16 DG nr. 12, bls. 10.
17 Annálar 1400-1800 I, bls. 170.
i® John Davis Tre Rejser til Grpnland i Aarene 1585-87. Oversættelse med
Indledning efter Voyages and Works of John Davis, the Navigator, by A. H.
Markham, The Hakluyt Society London 1880, ved G. N. Bugge. Det gr0nlandske
Selskabs Skrifter VII, 1930.
19 The Principal Navigations Voyages Traffiques and Discoveries of the
English Nation . . . By Richard Hakluyt, VII, 1904, bls. 409-10. íslensk þýðing á
þessum kafla ferðalýsingarinnar er í Landfrœðissaga Islands . . . Eptir Þorvald
Thoroddsen, I, 1892-96, bls. 147-8.