Gripla - 01.01.1980, Qupperneq 228
UM GRÆNLANDSRIT
223
heim kom. Þrátt fyrir það voru tvö skip send af stað í þriðja leiðangur
sumarið 1607, og réði James Hall siglingunni. í alllöngu og rækilegu
konungsbréfi, 6. maí 1607, er lagt svo fyrir að leiðangursmenn sigli að
þessu sinni ekki til vesturstrandar Grænlands, heldur skuli þeir nú leita
Eiríksfjarðar, og er hann talinn vera syðst á landinu á milli 60 og 61
breiddargráðu eða þar um bil, þó í átt til austurstrandarinnar.22 í bréf-
inu er vitnað í gamlar heimildir, norskar og íslenskar, og hefur einkum
verið stuðst við Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar með ‘viðaukunum’,
sem kenndir eru við Erik Valkendorf erkibiskup. í bréfinu er talið að
íbúar í Eiríksfirði skilji íslensku eða forna norsku, og skuli því vera í
ferðinni norskir menn og íslenskir, sem kunni málið. Má leiða líkur
að því að íslendingur í þessari ferð hafi verið norðlenskur námsmaður,
Jón Ólafsson að nafni, sem innritaðist í Hafnarháskóla 23. des. 1605.23
Um hann segir í Ættaríölubók frá 17. öld, sem kennd er við séra Þórð
Jónsson í Hítardal: ‘Jón locator Ólafsson fór til Grænlands á kóngs-
skipum anno . . . Hann andaðist utanlands, vellærður, og skrifari kostu-
legur.’24 í handritum að Ættartölubókinni er eyða fyrir ártalinu, en
varla er um að ræða aðrar Grænlandsferðir en 1605-7. Er því sennilegt
að Jón Ólafsson sé íslendingur sá sem var fenginn til að tala við
Grænlendinga í Eiríksfirði 1607, ef þeir yrðu fundnir.
Þegar til kom reyndi á margt annað fremur en málakunnáttu í þessari
ferð. Leiðangursmenn komust hvorki í Eiríksfjörð né fundu byggðir
norrænna manna, heldur hrakti þá um í ísnum við austurströnd Græn-
lands, eftir sögn Lyschanders, sem er heimild um þessa ferð, og komu
þeir við svo búið heim. Dró þá úr áhuga danskra stjómvalda á Græn-
landssiglingum í bili.
Á næstu áratugum voru farnir stöku leiðangrar um Norðurhöf í
leit að norðvestursjóleiðinni til Indlands. Þar áttu Danir lítinn hlut að.
Undantekning er ferð Jerts Munks, sem hann fór á skipum konungs
1619-20 í leit að sjóleiðinni austur. Ferð Munks snertir ekki beinlínis
Grænlandssiglingar, en hún varð alkunn og jók áhuga í Danmörku á
Norðurhöfum, sem fór vaxandi á þessum áram vegna síaukinna hval-
veiða danskra manna á þeim slóðum. Ferðalýsing Jens Munks var
prentuð á dönsku, Navigatio septentrionalis, Kaupmannahöfn 1624.
Skömmu áður en Jens Munk og menn hans lögðu úr höfn, hafði
22 DG nr. 22, bls. 15-17.
23 Páll Eggert Ólason, íslenzkar œviskrár III, 1950, bls. 234.
24 Biskupa sögur II, 1878, bls. 687.