Gripla - 01.01.1980, Síða 229
224
GRIPLA
Kristján konungur fjórði látið gera bréf, þar sem þegnum hans á íslandi
er gert óvænt tilboð. Efni bréfsins, sem þetta varðar, er á þá leið að
konungur felur Friðriki Friis, sem þá var hirðstjóri, að kanna hvort
einhverjir af þegnum hans á íslandi vilji taka að sér að leita hafna við
Grænland og á hirðstjóri að semja við þá um greiðslu, ívilnanir og
fríðindi. Einnig lofi hann fyrir hönd konungs góðum, stórum og ólekum
skipum með kosti og öðru sem til þurfi.25
Friðrik Friis lést nýkominn til landsins á Bessastöðum, og voru
konungserindi miður rækt en efni stóðu til. Þó hefur frést af þessu
tilboði konungs. í Skarðsárannál er kveðið heldur skýrar að en gert
er í bréfinu sjálfu, og er ágrip Bjöms af þessu atriði í bréfinu þannig:
‘7) Item, það menn færi af íslandi að ári að leita Grænlands á því
kongsskipi, er þá sent yrði, og þeir menn skyldu forsorgaðir til upp-
heldis þaðan í frá.’26
Enginn leiðangur fór til Grænlands 1620, og veit ég ekki að það
stæði til. Hins vegar fóru konungsskip þetta sumar til Spitsbergen til
hvalveiða, og kynni að vera átt við slíkar ferðir í konungsbréfi, en sem
kunnugt er var oft litið á þessi lönd sem eina samfellda heild, og mátti
kalla allt einu nafni Grænland.
Þegar hér var komið sóttu flotar hvalveiðiskipa í Norðurhöf, og
stunduðu einkum enskir menn og hollenskir ásamt Böskum þessar
veiðar á hafsvæðum sem Danir töldu sig eiga rétt til eða dansk-norska
ríkið. Islendingum var að sjálfsögðu fullkunnugt um þessar úthafs-
veiðar, enda bar við að skip hefðu hér viðkomu á leið sinni eða lentu
hér eftir hrakninga. Ljósast dæmi um hrakninga danskra og norskra
hvalveiðimanna til íslands á þessum tímum er frá árinu 1621, og segir
Björn á Skarðsá frá á þessa leið í Skarðsárannál:
‘Forgekk hafskip í ísi norður undan íslandi, er kong Christian 4.
sendi að veiða hvali við Grænland; höfðu þeir þar hvali veitt hið fyrra
sumarið við land, og sáu þá ekki nema snjó á landinu, höfðu höfn góða,
komu nú í dimmur og villtust síðan, rak svo að þeim ís; tóku síðan
báta og settu um ísinn, en gengu þar frá skipinu; dóu tveir menn í
þeim kjalardrætti; komst einn bátur þessi í Grímsey og þaðan á Eyja-
fjörð, annar á Tjörnes, þriðji á Sléttu; dóu tveir af þeim, þegar á land
25 Kongel. Allern. Forordninger og aabne Breve II, 1778, bls. 274—5.
26 Annálar 1400-1800 I, bls. 212. Einnig Alþingisbœkur íslands IV, 1920-24,
bls. 481.