Gripla - 01.01.1980, Page 230
UM GRÆNLANDSRIT 225
komu; lágu 9 af þeim skipbrotsmönnum norskum hér í landi um vetur-
inn, fjórir kaldir; hinir sigldu allir.’27
Að dæma eftir dönskum heimildum um hvalveiðar þetta ár virðist
einsýnt að það sé konungsskipið ‘Den Rtþde Lpve’ sem farist hefur og
sagt er frá í annál Bjöms á Skarðsá. Skipið var sent ásamt tveimur
öðmm til hvalveiða við Grænland, þ. e. a. s. Spitsbergen, og hefur það
sennilega lagt úr höfn í Danmörku fyrstu dagana í júní. Eftir það
hverfur skipið sýnum, og eru danskar heimildir þöglar um afdrif þess.
Þó bendir Sune Dalgárd á líkur til þess að skipið hafi farist, þar sem
hann rekur sögu hvalveiða í riti sínu Dansk-Norsk Hvalfangst 1615-
1660 (bls. 122-23). Frásögn Bjöms á Skarðsá staðfestir þetta og bætir
við vitneskju um atvikin að skipbrotinu og afdrif sjómannanna. Frásögn
af þessum atburði er einnig í Fitjaannál, og eru þar atriði sem ekki em
sótt í Skarðsárannál.28 Svo undarlega vildi til að einn af skipverjum úr
skipbrotinu lenti síðar í Indlandssiglingu með Jóni Ólafssyni Indíafara,
og segir Jón í ævisögu sinni frá deilu sem spratt af því að honum þótti
þessi skipsfélagi sinn vanþakklátur íslendingum.29
Hvalfangara er helst getið hér við land ef frásagnarverðir atburðir
gerðust; annars ekki. Þannig nefnir Bjöm á Skarðsá hvalfangaskip af
Danmörk sem lá í Trékyllisvík að Amesi árið 1634, af því það flutti
fram skipbrotsmenn af Höfðaskipinu. Arið eftir getur Björn þess að
Hofsósskipið villtist undir Grænland í tvær reisur.30
Hér er ekki við hæfi að rekja þessa sögu öllu framar. Þó verður að
nefna Félag til Grœnlandssiglinga, sem var stofnað 1636, og stóðu að
því borgarar í Kaupmannahöfn. Einkaleyfisbréf konungs er umfangs-
mikið, og tekur það til landsnytja og fiskveiða jafnt sem til verslunar.
í bréfinu er leyft að skip frá félaginu hafi viðkomu og vetrardvöl á
íslandi og í Færeyjum, ef þörf gerist, en gætt sé þess að versla þar ekki
við landsmenn né stunda fiskveiðar framar en nauðsyn beri til.31
Tvö skip fóra á vegum félagsins til Grænlands vorið 1636, og stýrði
öðru þeirra Joris Carolus, sem var íslendingum að nokkra kunnur.
Hann hafði verið hér við land haustið 1625, að líkindum nýkominn úr
27 Annálar 1400-1800 I, bls. 215.
29 Annálar 1400-1800 II, 1927-32, bls. 102.
29 Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara, útg. Sigfús Blöndal, 1908-9, bls. 316-
17.
30 Annálar 1400-1800 I, bls. 242 og 245.
31 DG nr. 23, bls. 18-19.
Gripla IV 15