Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 232
UM GRÆNLANDSRIT
227
Hólamönnum um það bil eða ekki allmiklu síðar en annálin geta verið
samin.
í bréfi til Þorláks biskups 1651 víkur Worm að einhverju, sem þeim
hafi forðum farið á milli um Grænlandssiglingu. Hafði Worm fyrir ekki
alllöngu skýrt nokkrum tignum mönnum í Danmörku frá viðræðum
þeirra, og vonuðust þeir til að fá einhverju áorkað við konung. Biður
Worm Þorlák að láta sig vita hvort hann sé enn sama sinnis. Eftir
þessu innir Worm Þorlák að nýju 1652, og segir honum að tvö skip fari
á þessu ári til Grænlands á vegum kaupmanna, hvernig sem því lykti.
Lætur Worm í ljós þá skoðun að þeim hefði áður verið ráðlegt að ræða
um þetta við Þorlák, þar sem skortur sé á reyndum mönnum. Næsta ár
fór ekki bréf frá Wormi til Þorláks, en 1654 skrifar Worm biskupi að
sá sem átti að kanna Grænland hafi farið erindisleysu og komið við
svo búið heim, eins og allir hinir.36
Hér er átt við leiðangra Davids Danell, sem fóru til Grænlands þrjú
ár í röð 1652-4. í útgáfu á bréfaskiptum Worms við íslendinga getur
Jakob Benediktsson þess í skýringum við bréf Worms frá 1651, að svo
virðist sem Þorlákur Skúlason hafi rætt við Worm um Grænlandsferð
eða að senda íslenska presta til trúboðs á Grænlandi.37
Nánari vitneskja um þetta er í bréfi Worms til J. de Laet 1643, sem
áður var nefnt.38 Það er svar við bréfi sem J. de Laet skrifaði Worm
25. júní 1643. Hollenski landfræðingurinn hafði þá nýlega lesið rit
Arngríms lærða, Specimen Islandiœ, sem kom út í Amsterdam 1643.
Vöknuðu við það spurningar um norræna menn á Grænlandi, hvað um
þá hefði orðið eða hvort kynni enn að vera kristið fólk þar í landi,
kirkjur og leifar af bæjum í þeim hluta landsins, sem viti að íslandi;
og þykir bréfritara þetta þó ótrúlegt. Biður hann Worm að leita nánari
skýringa hjá Arngrími.
Ole Worm svarar 22. júlí 1643, og segir hann að skip séu farin til
íslands og geti hann ekki leitað eftir svörum Amgríms að þessu sinni;
en sjálfur skuli hann skýra frá því helsta sem honum sé kunnugt um.
Um leifar af bæjum eða kirkjum á Grænlandi geti hvorki Amgrímur né
hann sjálfur vitað neitt með vissu. Fyrr á tímum hafi verið árlegar
38 Bibl. Arnam. VII, 1948, bls. 327-9. Þýðing á dönsku í Breve fra og til Ole
Worm, þýð. H. D. Schepelern, III, 1968, bls. 459, 475-6 og 515.
37 Bibl. Arnam. VII, bls. 510-11.
38 Olai Wormii ... Epistolœ, 1751, nr. 789, bls. 828-30. Þýðing á dönsku í
Breve fra og til Ole Worm II, 1967, bls. 464-6.