Gripla - 01.01.1980, Side 233
228
GRIPLA
siglingar Norðmanna og íslendinga til Grænlands, en þær hafi lagst
af við pláguna 1350. í framhaldi af því segir Worm, að hann hafi fyrir
nokkrum árum (‘Ante aliqvot annos’) rætt þessi mál við Hólabiskupinn
á íslandi, gamlan lærisvein sinn, gegnan mann og lærðan, og spurt
hann hvort nokkur von væri til þess að þessar ferðir gætu tekist upp
aftur. Hann hefði svarað því til að það gæti auðveldlega orðið; og
lofað hátíðlega, ef hans hátign konungurinn veitti honum einkaleyfi,
sem hann óskaði eftir, þá skyldi hann sjá fyrir siglingu einu sinni á
ári til Grænlands sér að skaðlausu og kosta bæði skip og menn. Segist
Worm hafa skýrt kanslaranum sáluga frá þessu, en þá hafi danskir
íslandskaupmenn staðið á móti, og óttuðust þeir tekjumissi. Lætur
Worm í ljós þá skoðun að enn mætti finna kristna menn á Grænlandi
og lítt villta, ef þangað væri siglt.
Ekki verður séð hversu langt var um liðið frá því að þeim Wormi
og Þorláki fór þetta á milli, en það skiptir árum. Kanslarinn sem Worm
ræddi við hefur verið Christian Friis, kanslari konungs 1616-39. Við
af honum tók Christian Thomesen Sehested, sem enn var á lífi og í
embætti 1643, þegar Worm skrifaði bréf sitt.
Þorlákur Skúlason kom heim frá námi í Kaupmannahöfn 1619, sama
ár sem Jens Munk lagði upp í sína frægu ferð. Á næstu árum var Þor-
lákur við Hólaskóla og gegndi skólameistarastörfum, en var þó erlendis
veturna 1620-21, 1625-26 og 1627-28, þegar hann tók biskupsvígslu.
Hefur Þorlákur á þessum árum haft góð skilyrði til að rækja vináttu
frá námsárunum við Worm. Bréfaskipti hófust milli þeirra 1622, og er
fyrsta bréf Worms ritað 5. maí 1623. Þar biður hann Þorlák m. a.
að senda sér Gronlandiu Arngríms lærða, ef hún sé hjá honum, og segja
sér að öðrum kosti hvar hún sé prentuð. Þorlákur svarar bréfinu 26.
ágúst 1623 og kveðst ekki geta útvegað Gronlandiu Arngríms, hún hafi
ekki verið prentuð og höfundur vilji ekki ljá hana til eftirritunar.39
Fyrirspurnin bendir ekki til mikils kunnugleika Worms, en þó virðist
hún sýna áhuga á Grænlandi, og kynnu þeir Þorlákur að hafa rætt
þetta mál betur síðar í Kaupmannahöfn, þótt það hverfi úr bréfum.
Grænlandssiglinganna og áhugans á landinu sem þeim var samfara
sér stað í ritum manna á síðari hluta 16. og fyrri hluta 17. aldar, sem
geta má nærri. Grænlandsritun á þessum tímum greinist í tvo megin-
þætti. Annars vegar eru samtímagögn um leiðangra, bréf gerð í tilefni
39 Bibl. Arnam. VII, bls. 277 og 278; athugasemdir Jakobs Benediktssonar,
bls. 493.