Gripla - 01.01.1980, Page 234
UM GRÆNLANDSRIT
229
þeirra og skýrslur og dagbækur og aðrar frásagnir leiðangursmanna
sjálfra. Sumt af þessu var fljótlega prentað, eins og ég hef nefnt dæmi
um, annað var í handritum. Hins vegar eru söguritin, oftast í lausu
máli, en stundum kvæði, lýsingar á siglingaleiðum til Grænlands og á
landinu sjálfu, á íbúum og sögu þeirra, byggt á ritum sem fyrir voru,
en þó stundum einnig á munnlegum frásögnum. í síðari flokkinn koma
rit íslenskra manna um Grænland, eins og við mátti búast, rit Amgríms
lærða, Grænlands annál, rit Þórðar Þorlákssonar, rit Þormóðar Torfa-
sonar. Grænlandsritunin íslenska við lok 16. aldar og á 17. öld er
grundvölluð fyrst og fremst á fomum sögum og öðrum ritum íslenskra
og norskra miðaldahöfunda. Hún er hluti almennrar söguritunar á
þessum tímum, sprottin upp af kynnum við erlenda húmanista og rit
þeirra, og lýtur í öllu sömu lögmálum og þau.
Því miður er fátt vitað um þann bókakost, sem norskir og danskir
áhugamenn um Grænland höfðu á 16. öld að leita til. Ekki hefur hann
þó verið mikill. Jafnan er talið að Erik Valkendorf erkibiskup í Þránd-
heimi hafi verið mestur áhugamaður um Grænlandsmál snemma á öld-
inni og hafi hann safnað saman siglingalýsingum og öðrum heimildum
um Grænland. Af þessu er að vísu mest sagt í Grænlandskroníku Lys-
chanders, sem enginn skyldi telja trausta heimild um fyrri tíma. í bók
Ólafs Halldórssonar er vegur erkibiskups enginn, því að hans er þar
hvergi getið. Líklega stafar það af vantrú á traustleika heimildanna.
Á síðari hluta 16. aldar hefur Grœnlandslýsing Ivars Bárðarsonar,
sem kölluð er, verið þekkt heimildarrit um Grænland. Um uppruna
þessarar lýsingar og samsetning hennar virðist margt óljóst. Stofninn er
talinn norskur, frá síðari hluta 14. aldar, en ekki er tangur né tetur
varðveitt af norskri frumgerð; á dönsku verður lýsingin fyrir í hand-
ritum sem elst eru frá því um eða laust fyrir 1600,40 og gamlar þýðingar
eru á lágþýsku og hollensku; á ensku kom lýsingin út á prent árið
1625, og er þar í inngangsorðum vísað til háþýskrar þýðingar frá
1560.41 Ólafur Halldórsson prentar Grænlandslýsingu ívars Bárðar-
sonar í íslenskri þýðingu á bls. 133-37. Greinargerð fyrir ritinu er á
bls. 407-8, tæpar tvær síður, og má ekki knappara vera, jafnmörg vanda-
mál og því virðast tengd. Sakna ég þess að ekki er vikið einu orði að
svonefndum ‘viðaukum’, sem fylgja með í sumum handritum lýsingar-
40 Det gamle Gr0nlands beskrivelse af 'lvar Bárðarson (Ivar Bárdssön), útg.
Finnur Jónsson, 1930, bls. 9-13.
« Islandica II, 1909, bls. 8.