Gripla - 01.01.1980, Qupperneq 235
230
GRIPLA
innar og eru prentaðir í Grönlands historiske Mindesmœrker (III, bls.
490-94), en hafa enga náð fundið, hvorki í útgáfu Finns Jónssonar af
Grænlandslýsingunni né í þessari nýju prentun sem hér liggur fyrir.
Væri fróðlegt að heyra álit Ólafs á uppruna þeirra.
Mattis St0rss0n lögmaður í Björgvin á að hafa sagt í vinahópi, að
líkt því sem Spánverjar sæktu nú silfur til Ameríku, hefðu norskir menn
aflað silfurs forðum á Grænlandi.42 Ummælin mega vera til vitnis um
viðhorf húmanistanna í Björgvin og þann áhuga sem þar var á sigling-
um til Grænlands um og eftir miðja 16. öld. Þetta kemur ekki síður
fram í riti lektorsins í Björgvin, Absalons Pederss0ns Beyers, Om
Norgis Rige, sem er talið samið um 1567. Kafli Absalons um Græn-
land er að vísu stuttur, enda er hann lítt sannfróður um sögu græn-
lensku byggðanna. Höfundi er mest í mun að brýna fyrir mönnum
nauðsyn þess að takist upp samband við þær að nýju.43
Grænlandslýsing sóknarprestsins í Undal, Peders Clauss0ns Friis,
er merkara sögurit, og þiggur höfundur þar efni úr fornum íslenskum
ritum, sem voru í Noregi. Lýsinguna samdi Peder Clauss0n upphaflega
1596, en jók síðar við efni og sendi lýsinguna þannig kanslara konungs,
Christian Friis, sennilega í tilefni af Grænlandsferðunum 1605-7.
Grænlandslýsingin var síðar prentuð með Noregslýsingu Clausspns í
Kaupmannahöfn 1632, og annaðist Ole Worm útgáfu og jók enn við
efni.44
Ferðirnar 1605-7 urðu tilefni til danskra Grænlandsrita, að þessu
sinni í bundnu máli. Jens Bielke, tuttugu og fimm ára gamall sekreteri
í danska kanselíinu, síðar kanslari í Noregi, orti mikið kvæði, Relation
om Gr0nland, og fjallar það að mestu um fyrstu ferðina 1605, en með
sögulegum inngangi.45
Veigameira yfirlit um sögu Grænlands er í kvæðabálki eftir Claus
Christophersen Lyschander, Den gr0nlandske Chronica, sem var
prentuð í Kaupmannahöfn 1608. í fyrri hluta kroníkunnar um foma
sögu landsins styðst Lyschander við þekkt rit, þar á meðal annálaút-
42 L. Daae, Erik Munks Forsvarsskrifter, [Norsk] Historisk Tidsskrift IV,
1877, bls. 299. Sbr. Norsk litteraturhistorie II, 1958, bls. 32.
43 Historisk-topografiske Skrifter om Norge og rtorske Landsdele, forfattede i
Norge i det 16áe Aarhundrede, útg. Dr. Gustav Storm, 1895, bls. 49-50.
44 Samlede Skrifter af Peder Claussfin Friis, útg. Dr. Gustav Storm, 1881, bls.
lix-lx og lxx-lxxi.
45 Oluf Friis, Den danske Litteraturs Historie I, 1945, bls. 517.